The viking method slær í gegn í London Marín Manda skrifar 13. september 2013 13:00 Svava Sigbertsdóttir er í dúndur formi. Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. Fyrir níu árum flutti Svava Sigbertsdóttir til London til að læra leiklist, dans og söng. Þegar hún kláraði skólann ákvað hún að læra einkaþjálfun og næringarfræði og fannst hún loksins vera á réttri hillu. „Ég hef aldrei farið í ræktina bara til að líta út á ákveðinn hátt heldur til þess að líða betur og ef maður nær árangri þá er útlitið bara plús. Það er hægt að gera líkamann að geggjaðri vél og þá færðu aukið sjálfstraust. Æfingarnar sem ég kenni eru mjög tæknilegar og margar hverjar getur þú notað í daglega lífinu. Mest eru notuð fríhendis lóð og svo er meðal annars skriðið í gólfinu, boxað og hoppað í köðlum. Þetta gefur þér rosalegan styrk og þol,“ segir Svava Sigbertsdóttir, sem nú hefur útbúið sérstakt æfingaprógram sem kallast The viking method.Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er í glæsilegu formi en hún segir að æfingarnar í The viking method gefi fólki rosalegan styrk og mikið þol.Svava þjálfar fólk í einkaæfingaklúbbi í London og viðskiptavinir hennar eru oft þekktir og efnaðir. Þar má nefna Ritu Ora söngkonu, meðlimi úr konungsfjölskyldunni og Mrs. Mittal sem er gift stærsta stálframleiðanda heims. Aðspurð um fitness-menninguna á Íslandi segir hún Íslendinga einblína of mikið á að lyfta þungum lóðum og að ekki megi gleyma öðrum hliðum fitness. „Að mínu mati snýst þetta allt um jafnvægi. Að æfa líkamann þannig að þú sért jafnvígur í þoli og styrk, snerpu og sprengikrafti. Það má ekki fara út í of miklar öfgar þrátt fyrir að Íslendingar séu mjög harðir af sér.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fjarþjálfun í gegnum www.thevikingmethod.com. Heilsa Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. Fyrir níu árum flutti Svava Sigbertsdóttir til London til að læra leiklist, dans og söng. Þegar hún kláraði skólann ákvað hún að læra einkaþjálfun og næringarfræði og fannst hún loksins vera á réttri hillu. „Ég hef aldrei farið í ræktina bara til að líta út á ákveðinn hátt heldur til þess að líða betur og ef maður nær árangri þá er útlitið bara plús. Það er hægt að gera líkamann að geggjaðri vél og þá færðu aukið sjálfstraust. Æfingarnar sem ég kenni eru mjög tæknilegar og margar hverjar getur þú notað í daglega lífinu. Mest eru notuð fríhendis lóð og svo er meðal annars skriðið í gólfinu, boxað og hoppað í köðlum. Þetta gefur þér rosalegan styrk og þol,“ segir Svava Sigbertsdóttir, sem nú hefur útbúið sérstakt æfingaprógram sem kallast The viking method.Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er í glæsilegu formi en hún segir að æfingarnar í The viking method gefi fólki rosalegan styrk og mikið þol.Svava þjálfar fólk í einkaæfingaklúbbi í London og viðskiptavinir hennar eru oft þekktir og efnaðir. Þar má nefna Ritu Ora söngkonu, meðlimi úr konungsfjölskyldunni og Mrs. Mittal sem er gift stærsta stálframleiðanda heims. Aðspurð um fitness-menninguna á Íslandi segir hún Íslendinga einblína of mikið á að lyfta þungum lóðum og að ekki megi gleyma öðrum hliðum fitness. „Að mínu mati snýst þetta allt um jafnvægi. Að æfa líkamann þannig að þú sért jafnvígur í þoli og styrk, snerpu og sprengikrafti. Það má ekki fara út í of miklar öfgar þrátt fyrir að Íslendingar séu mjög harðir af sér.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fjarþjálfun í gegnum www.thevikingmethod.com.
Heilsa Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira