Staða íslenska táknmálsins og réttur til túlkaþjónustu Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og formaður Félags heyrnarlausra. skrifa 15. september 2013 18:38 Barátta okkar döff (heyrnarlausra) fyrir túlkaþjónustu og stöðu íslenska táknmálsins hefur staðið yfir í marga áratugi. Tímamót urðu þegar sett voru lög nr. 129/1990 um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra en stofnunin er sú eina sem starfar á grundvelli íslensks táknmáls. Markmið laga um Samskiptamiðstöð er að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra til þjónustu sem víðast í þjóðfélaginu á grundvelli táknmáls. Í markmiðinu felst að Samskiptamiðstöð er brú heyrnarlausra að allri þeirri þjónustu sem veitt er í þjóðfélaginu, s.s. félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, fjármálaþjónustu og almennt þeirri þjónustu sem fólk hefur aðgang að í þjóðfélaginu. Táknmálstúlkaþjónusta er forsenda þess við getum notið réttar okkar og borið skyldur sem borgarar. Sterk staða íslenska táknmálsins og aðgangur heyrnarlausra barna að málsamfélagi táknmálsins er forsenda túlkaþjónustu og verður staða málsins ekki tryggð nema með því að rannsaka málið, hlúa að því og vernda. Þann 27. maí 2011 voru lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls staðfest á Alþingi. Þetta var stór dagur í lífi okkur sem lítum á íslenskt táknmál sem móðurmál okkar. Loksins vorum við viðurkennd sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Áratuga barátta fyrir íslensku táknmáli sem fullgildu máli, jafnréttháu íslensku, hafði skilað árangri. Þessari stund gleymum við aldrei. Þverpólitísk sátt var um málið og andrúmsloftið einstakt og tilfinningaþrungið á Alþingi.Óvissa um réttinn til túlkaþjónustu Þó svo að margt hafi áunnist í réttindabaráttu okkar hefur lengi ríkt óvissa um réttinn til túlkaþjónustu. Ítrekað hefur þurft að láta á þennan rétt reyna með kæruleiðum og fyrir dómstólum. Í þeim tilvikum sem mál hafa komið til kasta dómstóla hefur rétturinn til túlkaþjónustu í samskiptum við opinbera aðila verið staðfestur. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að festa í sessi réttinn til túlkaþjónustu í daglegu lífi, en í því felst túlkaþjónusta í samskiptum við fjölmarga einkaaðila sem við, rétt eins og aðrir, þurfum að vera í samskiptum við. Má sem dæmi nefna túlkaþjónustu vegna húsfunda, samskipta við fjármálastofnanir, lögmenn, fasteignasala, og fleira. Stór þáttur í túlkaþjónustu í daglegu lífi felst í túlkun á vinnustöðum, svo sem fundum, námskeiðum og öðru sem tengist atvinnuþátttöku döff fólks. Þá er túlkaþjónusta mikilvægur þáttur foreldra í tómstunda- og menningarstarfi barna sinna. Fram til ársins 2004 hafði Félag heyrnarlausra með ýmsum leiðum vakið athygli stjórnvalda á nauðsyn þess að tryggja félagsmönnum sínum túlkaþjónustu í daglegu lífi, þeim að kostnaðarlausu. Svör stjórnvalda voru almennt á eina leið: „Starfandi er nefnd sem hefur til skoðunar með hvaða hætti tryggja má þessa þjónustu.“ Það varð því mikið fagnaðarefni þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, tók af skarið með því að tryggja fjármagn í sjóð sem ætlaður er til túlkunar í daglegu lífi. Í þingræðu við þetta tilefni sagði þáverandi menntamálaráðherra að búið væri að tryggja túlkun fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi með varanlegum hætti. Allt frá þeim tíma og til dagsins í dag hefur verið tryggð sérstök fjárveiting til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu. Engin túlkaþjónusta í daglegu lífi frá 1. september Nú er svo komið að fjárveiting þessa árs til túlkaþjónustu í daglegu lífi er uppurin og var athygli mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, vakin á því. Í bréfi Félags heyrnarlausra til ráðherra lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin og fer þess á leit að séð verði til þess að fjármagn til þessarar þjónustu verið aukið þannig að túlkaþjónusta í daglegu lífi verði heyrnarlausum áfram aðgengileg. Er rétt að geta þess að ekki er um háar upphæðir að ræða til að veita megi túlkaþjónustu í daglegu lífi fram að fjárveitingu næsta árs. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf á auknu fjárframlagi í sjóðinn. Er vísað til þess að nú sé „starfandi framkvæmdanefnd í málefnum heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra, sem vinnur að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Gera megi ráð fyrir að nefndin geri tillögur um nauðsyn þess að heyrnarlausir njóti réttinda sinna um að fá táknmálstúlkun í öllu daglegu lífi eftir þörfum þótt ekki sé ljóst á þessari stundu hverjar tillögur verða um hvaða aðili skuli bera kostnað af túlkuninni“. Svar mennta- og menningarmálaráðherra minnir óneitanlega á gömul svör sem svo oft áður hefur verið gripið til af hálfu stjórnvalda.Sjö nefndir og átta skýrslur á 25 árum Á 25 ára tímabili hafa verið skipaðar a.m.k. sjö nefndir til að fjalla um úrræði sem tryggja okkur döff þjónustu, m.a. túlkaþjónustu. Á sama tíma hafa verið lagðar fram a.m.k. átta skýrslur sem taka á sama efni. Er hér á eftir stiklað á stóru í 25 ára nefnda- og skýrslusögu í umfjöllun um réttindamál döff fólks, m.a. réttinn til túlkaþjónustu. Árið 1988 kom út skýrsla nefndar félagsmálaráðherra um málefni heyrnarlausra. Í skýrslunni er varpað ljósi á félagslega stöðu heyrnarlausra. Niðurstöður nefndarinnar voru m.a. að menntunarstaða heyrnarlausra væri bágborin og að þeir væru oft í vandræðum með að sinna einföldustu erindum daglegs lífs. Lagði nefndin til að komið yrði á laggirnar almennri túlkaþjónustu við heyrnarlausa, auk þess sem nefndin lagði fram tillögur um fyrirkomulag slíkrar þjónustu. Þann 4. janúar 1992 skipaði þáv. menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, nefnd um túlkamál. Hlutverk nefndarinnar var að vinna drög að reglum um fyrirkomulag túlkaþjónustu við heyrnarlausa ásamt tillögum um hvernig greiðslum fyrir þjónustuna yrði háttað. Nefndin skilaði skýrslunni „Skýrsla starfshóps um tillögur til bættrar þjónustu í táknmálstúlkun“ í apríl sama ár (1992). Í skýrslunni voru lagðar fram þrjár tillögur að leiðum til að tryggja að sérhver einstaklingur fengi þörfum sínum fyrir endurgjaldslausa túlkaþjónustu fullnægt eftir eigin óskum sem gerði þeim kleift að lifa eins og aðrir og taka þátt í samfélaginu. Tillögum skýrslunnar var ekki komið í framkvæmd. Árið 1994 kom út skýrsla á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, „Könnun á félagslegri þjónustu við heyrnarlausa og túlkaþjónusta“. Í skýrslunni kom m.a. fram að nauðsynlegt væri að varanlega væri tryggð túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Voru lagðar fram tillögur um greiðslufyrirkomulag túlkaþjónustu. Tillögum skýrslunnar var ekki komið í framkvæmd. 1. mars 1995 veitti þáv. félagsmálaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir, 2 milljónir króna til greiðslu kostnaðar vegna táknmálstúlkunar heyrnarlausra í samræmi við reglur sem fylgdu úthlutuninni en þær áttu að gilda þar til nefnd sem ríkisstjórnin samþykkti að skipa þann 10. janúar 1995 hefði skilað tillögum sínum um framtíðarskipan táknmálstúlkunar. Um leið beindi félagsmálaráðherra þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær settu sér reglur sem fælu í sér að heyrnarlausir öðluðust rétt til táknmálstúlkunar vegna menningarlífs og þátttöku í tómstundastarfi. Nefndin sem skipuð var þann 10. janúar 1995 skilaði skýrslu til félagsmálaráðherra í apríl 1996. Í skýrslunni voru lagðar fram tillögur um að skýrt yrði kveðið á „um rétt til túlkunar fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda þar sem það á við í öllum almennum lögum er varða réttindi og skyldur og í lögum um málefni fatlaðra. Þetta verði haft í huga við endurskoðun laga í framtíðinni“. Einnig voru lagðar fram tillögur um hvernig standa ætti að túlkaþjónustu þar til endurskoðun laganna hefði farið fram. Tillögum nefndarinnar var ekki komið í framkvæmd. Einu lögin sem eftir þessar tillögur kveða á um rétt til túlkaþjónustu eru lög nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Þau tóku gildi 1. júlí 1997. Árið 1996 samþykkti ríkisstjórnin, að tillögu þáv. menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, að koma á fót starfshópi til að fjalla um verkaskiptingu ráðuneyta í þágu fatlaðra. Sigríður Anna Þórðardóttir, þáv. alþingismaður, var skipuð formaður starfshópsins. Kom fram í ræðu hennar á Alþingi þann 6. október 1998, í umræðu um réttarstöðu heyrnarlausra, að í „starfshópnum hafi sérstaklega verið til meðferðar málefni heyrnarlausra“. Vorið 1997 skoruðu heyrnarlausir á forsætisráðherra að tryggja rétt heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra til túlkaþjónustu í lögum og viðurkenna íslenska táknmálið sem móðurmál þeirra. Í framhaldi af því veitti ríkisstjórnin, til bráðabirgða, fé til túlkaþjónustu. Jafnframt var því beint til umrædds starfshóps að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um framtíðarlausn málsins. Á árunum 1997 til 2004 komu árlega upp þær aðstæður að bráðabirgðaúthlutun ríkisstjórnarinnar kláraðist og heyrnarlausum, heyrnarskertum og daufblindum var synjað um endurgjaldslausa túlkaþjónustu.Starfshópur í tæp sex ár og engin niðurstaða Félag heyrnarlausra reyndi ítrekað að fá upplýsingar um störf starfshóps sem ríkisstjórnin hafði samþykkt að skipa árið 1996. Það var ekki fyrr en tæpum sex árum eftir að starfshópurinn var skipaður, í nóvember 2002, að formaður starfshópsins óskaði eftir að vera leystur frá störfum. Engin niðurstaða/skýrsla kom frá starfshópnum. Árið 2004 kom út rannsóknin „Könnun meðal heyrnarlausra á Íslandi“ sem unnin var af Rannsóknum og greiningu að beiðni Félags heyrnarlausra. Í rannsókninni kom fram að rúm 30% þeirra sem svöruðu í könnuninni sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur. Í nóvember 2008 kom út skýrsla á vegum Félag heyrnarlausra, „Heyrnarlausir með frekari fötlun“. Skýrslan fjallar um málefni heyrnarlausra einstaklinga með frekari fötlun, s.s. geðfötlun og/eða þroskaskerðingu. Í skýrslunni er greining á stöðu þessa hóps, tillögur um uppbyggingu þjónustu og kostnaðaráætlun. Ástæða þess að Félag heyrnarlausra lét vinna þessa skýrslu var sú að félags- og geðheilbrigðiskerfið hefur ekki getað veitt heyrnarlausu fólki með fötlun þjónustu. Birtist sá vanmáttur fyrst og fremst í því að fagfólk á þessu sviði skortir þekkingu til að veita heyrnarlausum þjónustu (þó svo að ekki skorti vilja starfsfólksins).Forsætisráðherra biður heyrnarlausa afsökunar Þann 31. ágúst 2009 kom út skýrsla Vistheimilisnefndarinnar (Spanónefndin) sem m.a. kannaði starfsemi Heyrnleysingjaskólans frá árunum 1947 til 1992. Í tillögum nefndarinnar til stjórnvalda segir meðal annars: „Eins og ráðið verður af niðurstöðum nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007 um starfsemi Heyrnleysingjaskólans 1947-1992 er ljóst að sú kennslustefna, talmálsstefnan, sem unnið var eftir nánast allan starfstímann, og sá aðskilnaður við fjölskyldur sem ung heyrnarlaus börn þurftu að búa við, hafi verið þessum hópi afar þungbær. Nefndin telur það engum vafa undirorpið að þessi aðstaða hafi átt verulegan þátt í að skerða lífsgæði þessara einstaklinga í íslensku samfélagi. Að þessu virtu og í samræmi við d-lið 2. mgr. 1. gr. laga nr. 26/2007, leggur nefndin það til við stjórnvöld að tekin verði eins fljótt og kostur er skýr, efnisleg afstaða til ofangreindra tillagna um úrbætur í málefnum heyrnarlausra, einkum þeirra sem fram koma í ofangreindri skýrslu Félags heyrnarlausra frá árinu 2008. Í því sambandi telur nefndin mikilvægt að náið og gott samráð verði haft við Félag heyrnarlausra.“ Í kjölfar útkomu skýrslu nefndarinnar bað þáv. forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, heyrnarlausa afsökunar á óásættanlegri og illri meðferð sem þeir sem táknmálstalandi börn höfðu orðið fyrir. Árið 2010 skipar mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdanefnd í málefnum heyrnarlausra. Segja má að sú nefnd sé enn þá starfandi en nú undir heitinu framkvæmdanefnd II. Framkvæmdanefnd I skilaði skýrslu snemma árs 2011. Framkvæmdanefnd II hóf störf á haustdögum 2012. Engar framkvæmdir hafa orðið á tillögum framkvæmdanefndar I. Þess má geta að sumarið 2010 lagði Félag heyrnarlausra fram heildstæðar tillögur til framkvæmdanefndar I um þjónustu við félagsmenn sína. Þær tillögur voru lagðar til hliðar.Staðan í dag Þrátt fyrir fjölda skýrslna, rannsóknir og kannanir stöndum við döff enn og aftur frammi fyrir þeim vanda að fá ekki endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi. Í því felst að við sem þurfum að reiða okkur á táknmál getum ekki sinnt okkar daglegum skyldum sem íbúar í fjöleignarhúsi, sem starfsmenn, sem foreldrar. Við getum ekki verið þátttakendur með fjölskyldu okkar, hvorki á hátíðisdögum né á sorgarstundum. Við getum heldur ekki átt samskipti vegna kaupa á húsi eða bíl. Við getum ekki nýtt okkur símatíma lækna eða annarra sérfræðinga vegna veikinda barna okkar. Við eigum á hættu að missa starfið okkar þar sem við getum ekki tekið þátt í fundum og fræðslu sem eru nauðsynleg vegna starfa okkar. Maður hlýtur að spyrja. Hvað gengur stjórnvöldum eiginlega til? Ný lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku. Samkvæmt sömu lögum er óheimilt að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, undir mennta- og menningarmál, segir að styrkja þurfi stöðu íslenska táknmálsins. Hvaða merkingu hafa þessi lög sem þverpólitísk sátt var um að samþykkja? Hvaða þýðingu hafa yfirlýsingar um að styrkja þurfi stöðu íslenska táknmálsins? Er það ekki fyrst og fremst þeirra sem setja lög og setja fram opinberar stefnuyfirlýsingar að virða lögin, hrinda þeim í framkvæmd og fylgja þeirri stefnu sem þeir sjálfir leggja fram? Sú ákvörðun að mæta ekki þörf fyrir fjárveitingu vegna endurgjaldslausrar túlkaþjónustu fyrir döff í daglegu lífi er ekki til þess fallin að styrkja stöðu íslenska táknmálsins. Hún er ekki til þess fallin að gera okkur sem reiðum okkur á táknmál til samskipta að þátttakendum í samfélaginu. Hún leiðir til þess að við verðum einangraður hópur þiggjenda sem fer á mis við þau lífsgæði sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Hún leiðir til þess að samfélagið fer á mis við þátttöku okkar og það sem við höfum fram að færa. Félag heyrnarlausra og félagsmenn þess sætta sig ekki við þau svör að málum þeirra sé vísað til nefndar sem vinni að tillögum um hvernig staðið skuli að túlkaþjónustu. Nú er nóg komið af nefndum og skýrslum. Núna þarf að framkvæma, framfylgja lögum og stefnum sem stjórnvöld hafa sett sér. Ég vil því skora á mennta- og menningarmálaráðherra að endurskoða ákvörðun sína og tryggja fjárveitingu til að mæta þörf fyrir endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi okkar sem reiðum okkur á íslenskt táknmál í samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Barátta okkar döff (heyrnarlausra) fyrir túlkaþjónustu og stöðu íslenska táknmálsins hefur staðið yfir í marga áratugi. Tímamót urðu þegar sett voru lög nr. 129/1990 um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra en stofnunin er sú eina sem starfar á grundvelli íslensks táknmáls. Markmið laga um Samskiptamiðstöð er að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra til þjónustu sem víðast í þjóðfélaginu á grundvelli táknmáls. Í markmiðinu felst að Samskiptamiðstöð er brú heyrnarlausra að allri þeirri þjónustu sem veitt er í þjóðfélaginu, s.s. félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, fjármálaþjónustu og almennt þeirri þjónustu sem fólk hefur aðgang að í þjóðfélaginu. Táknmálstúlkaþjónusta er forsenda þess við getum notið réttar okkar og borið skyldur sem borgarar. Sterk staða íslenska táknmálsins og aðgangur heyrnarlausra barna að málsamfélagi táknmálsins er forsenda túlkaþjónustu og verður staða málsins ekki tryggð nema með því að rannsaka málið, hlúa að því og vernda. Þann 27. maí 2011 voru lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls staðfest á Alþingi. Þetta var stór dagur í lífi okkur sem lítum á íslenskt táknmál sem móðurmál okkar. Loksins vorum við viðurkennd sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Áratuga barátta fyrir íslensku táknmáli sem fullgildu máli, jafnréttháu íslensku, hafði skilað árangri. Þessari stund gleymum við aldrei. Þverpólitísk sátt var um málið og andrúmsloftið einstakt og tilfinningaþrungið á Alþingi.Óvissa um réttinn til túlkaþjónustu Þó svo að margt hafi áunnist í réttindabaráttu okkar hefur lengi ríkt óvissa um réttinn til túlkaþjónustu. Ítrekað hefur þurft að láta á þennan rétt reyna með kæruleiðum og fyrir dómstólum. Í þeim tilvikum sem mál hafa komið til kasta dómstóla hefur rétturinn til túlkaþjónustu í samskiptum við opinbera aðila verið staðfestur. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að festa í sessi réttinn til túlkaþjónustu í daglegu lífi, en í því felst túlkaþjónusta í samskiptum við fjölmarga einkaaðila sem við, rétt eins og aðrir, þurfum að vera í samskiptum við. Má sem dæmi nefna túlkaþjónustu vegna húsfunda, samskipta við fjármálastofnanir, lögmenn, fasteignasala, og fleira. Stór þáttur í túlkaþjónustu í daglegu lífi felst í túlkun á vinnustöðum, svo sem fundum, námskeiðum og öðru sem tengist atvinnuþátttöku döff fólks. Þá er túlkaþjónusta mikilvægur þáttur foreldra í tómstunda- og menningarstarfi barna sinna. Fram til ársins 2004 hafði Félag heyrnarlausra með ýmsum leiðum vakið athygli stjórnvalda á nauðsyn þess að tryggja félagsmönnum sínum túlkaþjónustu í daglegu lífi, þeim að kostnaðarlausu. Svör stjórnvalda voru almennt á eina leið: „Starfandi er nefnd sem hefur til skoðunar með hvaða hætti tryggja má þessa þjónustu.“ Það varð því mikið fagnaðarefni þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, tók af skarið með því að tryggja fjármagn í sjóð sem ætlaður er til túlkunar í daglegu lífi. Í þingræðu við þetta tilefni sagði þáverandi menntamálaráðherra að búið væri að tryggja túlkun fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi með varanlegum hætti. Allt frá þeim tíma og til dagsins í dag hefur verið tryggð sérstök fjárveiting til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu. Engin túlkaþjónusta í daglegu lífi frá 1. september Nú er svo komið að fjárveiting þessa árs til túlkaþjónustu í daglegu lífi er uppurin og var athygli mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, vakin á því. Í bréfi Félags heyrnarlausra til ráðherra lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin og fer þess á leit að séð verði til þess að fjármagn til þessarar þjónustu verið aukið þannig að túlkaþjónusta í daglegu lífi verði heyrnarlausum áfram aðgengileg. Er rétt að geta þess að ekki er um háar upphæðir að ræða til að veita megi túlkaþjónustu í daglegu lífi fram að fjárveitingu næsta árs. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf á auknu fjárframlagi í sjóðinn. Er vísað til þess að nú sé „starfandi framkvæmdanefnd í málefnum heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra, sem vinnur að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Gera megi ráð fyrir að nefndin geri tillögur um nauðsyn þess að heyrnarlausir njóti réttinda sinna um að fá táknmálstúlkun í öllu daglegu lífi eftir þörfum þótt ekki sé ljóst á þessari stundu hverjar tillögur verða um hvaða aðili skuli bera kostnað af túlkuninni“. Svar mennta- og menningarmálaráðherra minnir óneitanlega á gömul svör sem svo oft áður hefur verið gripið til af hálfu stjórnvalda.Sjö nefndir og átta skýrslur á 25 árum Á 25 ára tímabili hafa verið skipaðar a.m.k. sjö nefndir til að fjalla um úrræði sem tryggja okkur döff þjónustu, m.a. túlkaþjónustu. Á sama tíma hafa verið lagðar fram a.m.k. átta skýrslur sem taka á sama efni. Er hér á eftir stiklað á stóru í 25 ára nefnda- og skýrslusögu í umfjöllun um réttindamál döff fólks, m.a. réttinn til túlkaþjónustu. Árið 1988 kom út skýrsla nefndar félagsmálaráðherra um málefni heyrnarlausra. Í skýrslunni er varpað ljósi á félagslega stöðu heyrnarlausra. Niðurstöður nefndarinnar voru m.a. að menntunarstaða heyrnarlausra væri bágborin og að þeir væru oft í vandræðum með að sinna einföldustu erindum daglegs lífs. Lagði nefndin til að komið yrði á laggirnar almennri túlkaþjónustu við heyrnarlausa, auk þess sem nefndin lagði fram tillögur um fyrirkomulag slíkrar þjónustu. Þann 4. janúar 1992 skipaði þáv. menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, nefnd um túlkamál. Hlutverk nefndarinnar var að vinna drög að reglum um fyrirkomulag túlkaþjónustu við heyrnarlausa ásamt tillögum um hvernig greiðslum fyrir þjónustuna yrði háttað. Nefndin skilaði skýrslunni „Skýrsla starfshóps um tillögur til bættrar þjónustu í táknmálstúlkun“ í apríl sama ár (1992). Í skýrslunni voru lagðar fram þrjár tillögur að leiðum til að tryggja að sérhver einstaklingur fengi þörfum sínum fyrir endurgjaldslausa túlkaþjónustu fullnægt eftir eigin óskum sem gerði þeim kleift að lifa eins og aðrir og taka þátt í samfélaginu. Tillögum skýrslunnar var ekki komið í framkvæmd. Árið 1994 kom út skýrsla á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, „Könnun á félagslegri þjónustu við heyrnarlausa og túlkaþjónusta“. Í skýrslunni kom m.a. fram að nauðsynlegt væri að varanlega væri tryggð túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Voru lagðar fram tillögur um greiðslufyrirkomulag túlkaþjónustu. Tillögum skýrslunnar var ekki komið í framkvæmd. 1. mars 1995 veitti þáv. félagsmálaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir, 2 milljónir króna til greiðslu kostnaðar vegna táknmálstúlkunar heyrnarlausra í samræmi við reglur sem fylgdu úthlutuninni en þær áttu að gilda þar til nefnd sem ríkisstjórnin samþykkti að skipa þann 10. janúar 1995 hefði skilað tillögum sínum um framtíðarskipan táknmálstúlkunar. Um leið beindi félagsmálaráðherra þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær settu sér reglur sem fælu í sér að heyrnarlausir öðluðust rétt til táknmálstúlkunar vegna menningarlífs og þátttöku í tómstundastarfi. Nefndin sem skipuð var þann 10. janúar 1995 skilaði skýrslu til félagsmálaráðherra í apríl 1996. Í skýrslunni voru lagðar fram tillögur um að skýrt yrði kveðið á „um rétt til túlkunar fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda þar sem það á við í öllum almennum lögum er varða réttindi og skyldur og í lögum um málefni fatlaðra. Þetta verði haft í huga við endurskoðun laga í framtíðinni“. Einnig voru lagðar fram tillögur um hvernig standa ætti að túlkaþjónustu þar til endurskoðun laganna hefði farið fram. Tillögum nefndarinnar var ekki komið í framkvæmd. Einu lögin sem eftir þessar tillögur kveða á um rétt til túlkaþjónustu eru lög nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Þau tóku gildi 1. júlí 1997. Árið 1996 samþykkti ríkisstjórnin, að tillögu þáv. menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, að koma á fót starfshópi til að fjalla um verkaskiptingu ráðuneyta í þágu fatlaðra. Sigríður Anna Þórðardóttir, þáv. alþingismaður, var skipuð formaður starfshópsins. Kom fram í ræðu hennar á Alþingi þann 6. október 1998, í umræðu um réttarstöðu heyrnarlausra, að í „starfshópnum hafi sérstaklega verið til meðferðar málefni heyrnarlausra“. Vorið 1997 skoruðu heyrnarlausir á forsætisráðherra að tryggja rétt heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra til túlkaþjónustu í lögum og viðurkenna íslenska táknmálið sem móðurmál þeirra. Í framhaldi af því veitti ríkisstjórnin, til bráðabirgða, fé til túlkaþjónustu. Jafnframt var því beint til umrædds starfshóps að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um framtíðarlausn málsins. Á árunum 1997 til 2004 komu árlega upp þær aðstæður að bráðabirgðaúthlutun ríkisstjórnarinnar kláraðist og heyrnarlausum, heyrnarskertum og daufblindum var synjað um endurgjaldslausa túlkaþjónustu.Starfshópur í tæp sex ár og engin niðurstaða Félag heyrnarlausra reyndi ítrekað að fá upplýsingar um störf starfshóps sem ríkisstjórnin hafði samþykkt að skipa árið 1996. Það var ekki fyrr en tæpum sex árum eftir að starfshópurinn var skipaður, í nóvember 2002, að formaður starfshópsins óskaði eftir að vera leystur frá störfum. Engin niðurstaða/skýrsla kom frá starfshópnum. Árið 2004 kom út rannsóknin „Könnun meðal heyrnarlausra á Íslandi“ sem unnin var af Rannsóknum og greiningu að beiðni Félags heyrnarlausra. Í rannsókninni kom fram að rúm 30% þeirra sem svöruðu í könnuninni sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur. Í nóvember 2008 kom út skýrsla á vegum Félag heyrnarlausra, „Heyrnarlausir með frekari fötlun“. Skýrslan fjallar um málefni heyrnarlausra einstaklinga með frekari fötlun, s.s. geðfötlun og/eða þroskaskerðingu. Í skýrslunni er greining á stöðu þessa hóps, tillögur um uppbyggingu þjónustu og kostnaðaráætlun. Ástæða þess að Félag heyrnarlausra lét vinna þessa skýrslu var sú að félags- og geðheilbrigðiskerfið hefur ekki getað veitt heyrnarlausu fólki með fötlun þjónustu. Birtist sá vanmáttur fyrst og fremst í því að fagfólk á þessu sviði skortir þekkingu til að veita heyrnarlausum þjónustu (þó svo að ekki skorti vilja starfsfólksins).Forsætisráðherra biður heyrnarlausa afsökunar Þann 31. ágúst 2009 kom út skýrsla Vistheimilisnefndarinnar (Spanónefndin) sem m.a. kannaði starfsemi Heyrnleysingjaskólans frá árunum 1947 til 1992. Í tillögum nefndarinnar til stjórnvalda segir meðal annars: „Eins og ráðið verður af niðurstöðum nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007 um starfsemi Heyrnleysingjaskólans 1947-1992 er ljóst að sú kennslustefna, talmálsstefnan, sem unnið var eftir nánast allan starfstímann, og sá aðskilnaður við fjölskyldur sem ung heyrnarlaus börn þurftu að búa við, hafi verið þessum hópi afar þungbær. Nefndin telur það engum vafa undirorpið að þessi aðstaða hafi átt verulegan þátt í að skerða lífsgæði þessara einstaklinga í íslensku samfélagi. Að þessu virtu og í samræmi við d-lið 2. mgr. 1. gr. laga nr. 26/2007, leggur nefndin það til við stjórnvöld að tekin verði eins fljótt og kostur er skýr, efnisleg afstaða til ofangreindra tillagna um úrbætur í málefnum heyrnarlausra, einkum þeirra sem fram koma í ofangreindri skýrslu Félags heyrnarlausra frá árinu 2008. Í því sambandi telur nefndin mikilvægt að náið og gott samráð verði haft við Félag heyrnarlausra.“ Í kjölfar útkomu skýrslu nefndarinnar bað þáv. forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, heyrnarlausa afsökunar á óásættanlegri og illri meðferð sem þeir sem táknmálstalandi börn höfðu orðið fyrir. Árið 2010 skipar mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdanefnd í málefnum heyrnarlausra. Segja má að sú nefnd sé enn þá starfandi en nú undir heitinu framkvæmdanefnd II. Framkvæmdanefnd I skilaði skýrslu snemma árs 2011. Framkvæmdanefnd II hóf störf á haustdögum 2012. Engar framkvæmdir hafa orðið á tillögum framkvæmdanefndar I. Þess má geta að sumarið 2010 lagði Félag heyrnarlausra fram heildstæðar tillögur til framkvæmdanefndar I um þjónustu við félagsmenn sína. Þær tillögur voru lagðar til hliðar.Staðan í dag Þrátt fyrir fjölda skýrslna, rannsóknir og kannanir stöndum við döff enn og aftur frammi fyrir þeim vanda að fá ekki endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi. Í því felst að við sem þurfum að reiða okkur á táknmál getum ekki sinnt okkar daglegum skyldum sem íbúar í fjöleignarhúsi, sem starfsmenn, sem foreldrar. Við getum ekki verið þátttakendur með fjölskyldu okkar, hvorki á hátíðisdögum né á sorgarstundum. Við getum heldur ekki átt samskipti vegna kaupa á húsi eða bíl. Við getum ekki nýtt okkur símatíma lækna eða annarra sérfræðinga vegna veikinda barna okkar. Við eigum á hættu að missa starfið okkar þar sem við getum ekki tekið þátt í fundum og fræðslu sem eru nauðsynleg vegna starfa okkar. Maður hlýtur að spyrja. Hvað gengur stjórnvöldum eiginlega til? Ný lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku. Samkvæmt sömu lögum er óheimilt að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, undir mennta- og menningarmál, segir að styrkja þurfi stöðu íslenska táknmálsins. Hvaða merkingu hafa þessi lög sem þverpólitísk sátt var um að samþykkja? Hvaða þýðingu hafa yfirlýsingar um að styrkja þurfi stöðu íslenska táknmálsins? Er það ekki fyrst og fremst þeirra sem setja lög og setja fram opinberar stefnuyfirlýsingar að virða lögin, hrinda þeim í framkvæmd og fylgja þeirri stefnu sem þeir sjálfir leggja fram? Sú ákvörðun að mæta ekki þörf fyrir fjárveitingu vegna endurgjaldslausrar túlkaþjónustu fyrir döff í daglegu lífi er ekki til þess fallin að styrkja stöðu íslenska táknmálsins. Hún er ekki til þess fallin að gera okkur sem reiðum okkur á táknmál til samskipta að þátttakendum í samfélaginu. Hún leiðir til þess að við verðum einangraður hópur þiggjenda sem fer á mis við þau lífsgæði sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Hún leiðir til þess að samfélagið fer á mis við þátttöku okkar og það sem við höfum fram að færa. Félag heyrnarlausra og félagsmenn þess sætta sig ekki við þau svör að málum þeirra sé vísað til nefndar sem vinni að tillögum um hvernig staðið skuli að túlkaþjónustu. Nú er nóg komið af nefndum og skýrslum. Núna þarf að framkvæma, framfylgja lögum og stefnum sem stjórnvöld hafa sett sér. Ég vil því skora á mennta- og menningarmálaráðherra að endurskoða ákvörðun sína og tryggja fjárveitingu til að mæta þörf fyrir endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi okkar sem reiðum okkur á íslenskt táknmál í samskiptum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun