Flúði til Íslands með dætur sínar þrjár Andri Ólafsson skrifar 16. september 2013 07:00 Í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvernig konan koma dætrum sínum heim til Íslands frá Danmörku. Nordicphotos/AFP Danskur þriggja barna faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína til lögreglunnar í Danmörku, en hann hefur grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Hann hefur ekkert heyrt frá börnunum í margar vikur. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðisdeilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Samkvæmt heimildum blaðsins var móðirin með stúlkurnar hjá sér í Danmörku síðla sumars og átti samkvæmt samkomulagi að skila þeim aftur þann 4. ágúst. Það gerði hún hins vegar ekki og hefur faðirinn ekkert heyrt frá þeim síðan. Heimildir blaðsins herma jafnframt að konan hafi komið til Íslands í byrjun síðustu viku og að dæturnar þrjár séu með henni. Yfirvöldum hér á landi er kunnugt um þá stöðu sem upp er komin í málinu. Ekkert verður hins vegar aðhafst í málinu að svo stöddu því formlegt erindi hefur ekki borist frá dönskum stjórnvöldum. Fréttablaðið reyndi að ná tali af konunni og nokkrum aðstandendum hennar í gær. Ekki náðist í hana og bróðir hennar vildi ekki ræða við blaðamann. Þá svaraði lögmaður hennar, Hreinn Loftsson, hvorki símtölum né skilaboðum. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, sem farið hefur með mál föðurins, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að málið hefði verið kært til lögreglu í Danmörku. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Danskur þriggja barna faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína til lögreglunnar í Danmörku, en hann hefur grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Hann hefur ekkert heyrt frá börnunum í margar vikur. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðisdeilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Samkvæmt heimildum blaðsins var móðirin með stúlkurnar hjá sér í Danmörku síðla sumars og átti samkvæmt samkomulagi að skila þeim aftur þann 4. ágúst. Það gerði hún hins vegar ekki og hefur faðirinn ekkert heyrt frá þeim síðan. Heimildir blaðsins herma jafnframt að konan hafi komið til Íslands í byrjun síðustu viku og að dæturnar þrjár séu með henni. Yfirvöldum hér á landi er kunnugt um þá stöðu sem upp er komin í málinu. Ekkert verður hins vegar aðhafst í málinu að svo stöddu því formlegt erindi hefur ekki borist frá dönskum stjórnvöldum. Fréttablaðið reyndi að ná tali af konunni og nokkrum aðstandendum hennar í gær. Ekki náðist í hana og bróðir hennar vildi ekki ræða við blaðamann. Þá svaraði lögmaður hennar, Hreinn Loftsson, hvorki símtölum né skilaboðum. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, sem farið hefur með mál föðurins, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að málið hefði verið kært til lögreglu í Danmörku.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira