Kolbeinn Sigþórsson og félagar leika fyrsta heimaleik sinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar þeir fá AC Milan í heimsókn.
Kolbeinn átti flottan leik í Barcelona í síðasta leik en lét verja frá sér víti undir lokin. Argentínumaðurinn Lionel Messi sá hins vegar til þess að Barcelona vann 4-0 sigur. Kolbeinn skoraði tvö mörk um helgina og fær vonandi stórt hlutverk.
AC Milan vann 2-0 sigur á Celtic í fyrstu umferð. Mario Balotelli verður í sviðsljósinu á móti Kolbeini og félögum enda getur hann einbeitt sér að Meistaradeildinni þessa dagana enda í þriggja leikja banni í ítölsku deildinni.
Það er pressa á Jose Mourinho og lærsveina hans í Chelsea en þeir töpuðu á heimavelli á móti Basel í fyrstu umferð en heimsækja Steaua Búkarest í kvöld.
Aðalleikur dagsins á S2 Sport er leikur Arsenal og Napoli í London þar sem stjórarnir Arsene Wenger og Rafael Benitez mætast með sín lið sem bæði unnu í fyrstu umferð.
Leikur Ajax-AC Milan er á S2 Sport 3 og leikur Celtic-Barcelona er á S2 Sport 4. Þessir leikir hefjast allir klukkan 18.45 en á undan verður Hjörtur Hjartarson með upphitun og eftir leikinn fer hann yfir alla leiki kvöldsins ásamt sérfræðingum sínum í Meistaramörkunum.
Kolbeinn og Mario Balotelli mætast í Amsterdam í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn

Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

