Í hraðaviðtalinu kom í ljós að Hanks er lítt hrifinn af yfirvararskeggi og er afkomandi Nancy Hanks, sem var móðir Abrahams Lincoln. Inntur eftir því hvaða tegund matar hann myndi helst vilja neyta það sem eftir er ævinnar svaraði Hanks: „Japanskur matur virðist hollur.“ Leikarinn upplýsir lesendur Reddit einnig um að hann kætist í hvert sinn sem fótboltaliðið Aston Villa fer með sigur af hólmi.
Í Captain Phillips leikur Hanks skipstjóra sem tekinn er í gíslingu af sómölskum sjóræningum árið 2009. Handrit myndarinnar er byggt á dagbókarfærslum skipstjórans.