Hleypt inn í hollum á rappkvennakvöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. október 2013 07:00 Þær Bergþóra Einarsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, systurnar Katrín Helga og Anna Tara Andrésdætur og Salka Valsdóttir eru meðal rappkvenna sem koma fram á Bar 11 í kvöld. Mynd/Valli Kvennarappkvöld verður haldið á Bar 11 í kvöld klukkan níu, en þetta er annað kvöldið í kvennarappskvöldaröð sem Kolfinna Nikulásdóttir stendur fyrir ásamt þeim Þuríði Blævi Jóhannsdóttur og Þórdísi Björnsdóttur. „Við héldum fyrsta kvöldið í sumar en það var okkar fyrsta tilraun til þess að safna saman rapplistakonum sem hafa haldið sig hver í sínu horni hingað til,“ útskýrir Kolfinna. Að sögn Kolfinnu kom gríðarlega góð mæting á síðasta kvennarappkvöld þeim á óvart. „Það tóku allir gríðarlega vel í þetta framtak. Húsið var smekkfullt!“ segir Kolfinna. „Þetta var algjörlega vonum framar,“ bætir hún við. „Það þurfti að kalla út aukastarfsfólk, hleypa inn í hollum og færri komust að en vildu. Það var orðið svo heitt í kjallaranum á Ellefunni að það leið yfir unga stúlku sem stóð fremst í salnum,“ segir Kolfinna og bætir við að ljóst sé að almenning þyrsti í kvennarapp. Á kvöldinu í kvöld koma fram þær Tinna Sverrisdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Hljómsveittar, sem samanstendur af systrunum Önnu Töru og Katrínu Helgu Andrésdætrum. Einnig koma fram þær Kolfinna Nikulásdóttir, sem er einnig söngkona hljómsveitarinnar Amaba Dama, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Cyber, sem eru tvíeykið Salka Valsdóttir og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Bergþóra Einarsdóttir og Þórdís Nadia Semichat, en hún er hvað best þekkt fyrir lag sitt Passaðu þig. Lagið kom út í fyrra ásamt myndbandi sem fylgir fréttinni og vakti mikla athygli, en þar deildi Þórdís á rappmenningu og sagðist vera komin til þess að gera rappbyltingu. Þá lokar kvöldinu Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7, með nýju frumsömdu efni, en Ragna er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar geysivinsælu Subterranean. Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjá meira
Kvennarappkvöld verður haldið á Bar 11 í kvöld klukkan níu, en þetta er annað kvöldið í kvennarappskvöldaröð sem Kolfinna Nikulásdóttir stendur fyrir ásamt þeim Þuríði Blævi Jóhannsdóttur og Þórdísi Björnsdóttur. „Við héldum fyrsta kvöldið í sumar en það var okkar fyrsta tilraun til þess að safna saman rapplistakonum sem hafa haldið sig hver í sínu horni hingað til,“ útskýrir Kolfinna. Að sögn Kolfinnu kom gríðarlega góð mæting á síðasta kvennarappkvöld þeim á óvart. „Það tóku allir gríðarlega vel í þetta framtak. Húsið var smekkfullt!“ segir Kolfinna. „Þetta var algjörlega vonum framar,“ bætir hún við. „Það þurfti að kalla út aukastarfsfólk, hleypa inn í hollum og færri komust að en vildu. Það var orðið svo heitt í kjallaranum á Ellefunni að það leið yfir unga stúlku sem stóð fremst í salnum,“ segir Kolfinna og bætir við að ljóst sé að almenning þyrsti í kvennarapp. Á kvöldinu í kvöld koma fram þær Tinna Sverrisdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Hljómsveittar, sem samanstendur af systrunum Önnu Töru og Katrínu Helgu Andrésdætrum. Einnig koma fram þær Kolfinna Nikulásdóttir, sem er einnig söngkona hljómsveitarinnar Amaba Dama, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Cyber, sem eru tvíeykið Salka Valsdóttir og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Bergþóra Einarsdóttir og Þórdís Nadia Semichat, en hún er hvað best þekkt fyrir lag sitt Passaðu þig. Lagið kom út í fyrra ásamt myndbandi sem fylgir fréttinni og vakti mikla athygli, en þar deildi Þórdís á rappmenningu og sagðist vera komin til þess að gera rappbyltingu. Þá lokar kvöldinu Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7, með nýju frumsömdu efni, en Ragna er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar geysivinsælu Subterranean.
Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjá meira