Leikhúsloft verður Brúðuloft Jón Viðar Jónsson skrifar 17. október 2013 10:00 Brúðuloftið: Aladdín eftir Bernd Ogrodnik. Leiklist: Aladdín eftir Bernd Ogrodnik Brúðuheimar í samstarfi við Þjóðleikhúsið:Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Handrit, brúðugerð, Leikmynd og Tónlist: Bernd Ogrodnik. Hljóðmynd: Halldór Snær Bjarnason. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikbrúðumeistarinn Bernd Ogrodnik frumsýndi á dögunum í samvinnu við góðan hóp listafólks nýjan brúðuleik, byggðan á sögunni um Aladdín. Um Bernd og framlag hans til brúðuleiklistar hér á landi ætti í sjálfu sér að vera óþarft að hafa mörg orð. Að öllum öðrum ólöstuðum, þar með töldum þeim ágætu brúðukonum sem tóku á sínum tíma við keflinu af frumherjanum Jóni E. Guðmundssyni (1915-2004) og hafa ótrauðar haldið merki listarinnar á lofti síðan, hefur Bernd með verkum sínum og raunar ekkert síður með sinni góðu persónulegu nærveru, ódrepandi þrautseigju, ást á íslenskri menningu, áhuga og velvild í garð alls annars brúðulistafólks, blásið nýjum anda í íslenska leikbrúðulist og sett henni hærra viðmið en hún hefur nokkru sinni fyrr búið við . Það var mikill gleðidagur þegar hann og kona hans, Hildur M. Jónsdóttir, opnuðu Brúðuheima í Borgarnesi vorið 2010 og að sama skapi sorglegt að þau skyldu neyðast til að loka þeim fyrir rúmu ári. Allir draumar okkar rætast ekki, en sumir kunna að rætast á annan hátt en við höfðum hugsað okkur sjálf; kannski verður það svo nú. Um tíma var jafnvel óttast að ekki yrði framhald á starfi Bernds hér, en honum eru vitaskuld margir vegir færir erlendis. Því er alveg sérstakt fagnaðarefni að Þjóðleikhúsið skuli hafa gert við hann samstarfssamning til fimm ára, samning sem tryggir honum aðstöðu til vinnu og sýningahalds í litlum baksal á þriðju hæð í áhorfendarými aðalbyggingarinnar. Eiga stjórnendur leikhússins heiður skilinn fyrir það. Hætt er við að flest íslensk börn kannist við söguna um Aladdín úr frægri teiknimynd Disney-smiðjunnar frá 1992; vonandi eru þó einhver enn sem hafa lesið hana, eða heyrt hana lesna, í klassískri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar í Þúsund og einni nótt. Hitt er annað mál að leikfærslur af öllu tagi á sögunni um fátæka skraddarasoninn og töfralampann eru síður en svo nýjar af nálinni og má vísa áhugasömum um það, eins og svo margt annað, á merkisritið Wikipediu, án þess að tekin sé ábyrgð á því að allar upplýsingar þess séu hundrað prósent réttar. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna það sem ég las þar, og hafði ekki heyrt fyrr, að sagan sé ekki fremur en sögurnar af Ali Baba og Sindbad sæfara hluti af hinu upphaflega arabíska safni, heldur birtist fyrst í franskri þýðingu Antoines Gallands snemma á átjándu öld, fyrstu útgáfu Þúsund og einnar nætur á vesturevrópskt tungumál. Kvaðst Galland hafa numið hana af vörum sýrlensks sagnaþular, en einhverjir munu hafa orðið til að bera brigður á það og getið þess til að hann hafi sjálfur soðið hana saman úr gömlum ævintýraminnum. Flestir fræðimenn munu þó ekki telja ástæðu til að efa, að sagan sé að stofni til austræn flökkusögn, að sögn Wikipediu. Útgáfa Bernds af sögunni er eðlilega einfölduð og í mörgum atriðum frábrugðin gerð hennar í Þúsund og einni nótt eða teiknimynd Disneys. Í höndum Bernds verður sagan öllu kómískari en við höfum oftast séð hana áður, dramatíkin ekki eins krassandi, hætturnar sem hetjunnar bíða ekki eins ægilegar. Sagan er svolítið lengi að taka við sér þarna á Brúðuloftinu, brúðurnar margar sem vilja fá að komast að og þurfa sinn tíma, en þegar á líður lifnar yfir og ekki annað að sjá og heyra en bæði börn og fullorðnir fylgdust hugfangnir með allt til loka. Og þá er aðeins eftir að óska brúðumeistaranum og hans galdraverki langra lífdaga í nýjum heimkynnum. Vonandi eiga mörg íslensk börn eftir að fara margar ferðir á vit ævintýranna upp bratta stigana á Brúðuloftið. Er það ekki einmitt á háaloftinu sem fjársjóðir fortíðarinnar geymast oft og einatt best, fjársjóðir sem við gleymum of oft í erli og ærustu nútímans?Niðurstaða: Undurfalleg brúðuleiksýning, eilítið þunglamaleg í byrjun en sækir í sig veðrið þegar á líður. Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist: Aladdín eftir Bernd Ogrodnik Brúðuheimar í samstarfi við Þjóðleikhúsið:Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Handrit, brúðugerð, Leikmynd og Tónlist: Bernd Ogrodnik. Hljóðmynd: Halldór Snær Bjarnason. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikbrúðumeistarinn Bernd Ogrodnik frumsýndi á dögunum í samvinnu við góðan hóp listafólks nýjan brúðuleik, byggðan á sögunni um Aladdín. Um Bernd og framlag hans til brúðuleiklistar hér á landi ætti í sjálfu sér að vera óþarft að hafa mörg orð. Að öllum öðrum ólöstuðum, þar með töldum þeim ágætu brúðukonum sem tóku á sínum tíma við keflinu af frumherjanum Jóni E. Guðmundssyni (1915-2004) og hafa ótrauðar haldið merki listarinnar á lofti síðan, hefur Bernd með verkum sínum og raunar ekkert síður með sinni góðu persónulegu nærveru, ódrepandi þrautseigju, ást á íslenskri menningu, áhuga og velvild í garð alls annars brúðulistafólks, blásið nýjum anda í íslenska leikbrúðulist og sett henni hærra viðmið en hún hefur nokkru sinni fyrr búið við . Það var mikill gleðidagur þegar hann og kona hans, Hildur M. Jónsdóttir, opnuðu Brúðuheima í Borgarnesi vorið 2010 og að sama skapi sorglegt að þau skyldu neyðast til að loka þeim fyrir rúmu ári. Allir draumar okkar rætast ekki, en sumir kunna að rætast á annan hátt en við höfðum hugsað okkur sjálf; kannski verður það svo nú. Um tíma var jafnvel óttast að ekki yrði framhald á starfi Bernds hér, en honum eru vitaskuld margir vegir færir erlendis. Því er alveg sérstakt fagnaðarefni að Þjóðleikhúsið skuli hafa gert við hann samstarfssamning til fimm ára, samning sem tryggir honum aðstöðu til vinnu og sýningahalds í litlum baksal á þriðju hæð í áhorfendarými aðalbyggingarinnar. Eiga stjórnendur leikhússins heiður skilinn fyrir það. Hætt er við að flest íslensk börn kannist við söguna um Aladdín úr frægri teiknimynd Disney-smiðjunnar frá 1992; vonandi eru þó einhver enn sem hafa lesið hana, eða heyrt hana lesna, í klassískri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar í Þúsund og einni nótt. Hitt er annað mál að leikfærslur af öllu tagi á sögunni um fátæka skraddarasoninn og töfralampann eru síður en svo nýjar af nálinni og má vísa áhugasömum um það, eins og svo margt annað, á merkisritið Wikipediu, án þess að tekin sé ábyrgð á því að allar upplýsingar þess séu hundrað prósent réttar. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna það sem ég las þar, og hafði ekki heyrt fyrr, að sagan sé ekki fremur en sögurnar af Ali Baba og Sindbad sæfara hluti af hinu upphaflega arabíska safni, heldur birtist fyrst í franskri þýðingu Antoines Gallands snemma á átjándu öld, fyrstu útgáfu Þúsund og einnar nætur á vesturevrópskt tungumál. Kvaðst Galland hafa numið hana af vörum sýrlensks sagnaþular, en einhverjir munu hafa orðið til að bera brigður á það og getið þess til að hann hafi sjálfur soðið hana saman úr gömlum ævintýraminnum. Flestir fræðimenn munu þó ekki telja ástæðu til að efa, að sagan sé að stofni til austræn flökkusögn, að sögn Wikipediu. Útgáfa Bernds af sögunni er eðlilega einfölduð og í mörgum atriðum frábrugðin gerð hennar í Þúsund og einni nótt eða teiknimynd Disneys. Í höndum Bernds verður sagan öllu kómískari en við höfum oftast séð hana áður, dramatíkin ekki eins krassandi, hætturnar sem hetjunnar bíða ekki eins ægilegar. Sagan er svolítið lengi að taka við sér þarna á Brúðuloftinu, brúðurnar margar sem vilja fá að komast að og þurfa sinn tíma, en þegar á líður lifnar yfir og ekki annað að sjá og heyra en bæði börn og fullorðnir fylgdust hugfangnir með allt til loka. Og þá er aðeins eftir að óska brúðumeistaranum og hans galdraverki langra lífdaga í nýjum heimkynnum. Vonandi eiga mörg íslensk börn eftir að fara margar ferðir á vit ævintýranna upp bratta stigana á Brúðuloftið. Er það ekki einmitt á háaloftinu sem fjársjóðir fortíðarinnar geymast oft og einatt best, fjársjóðir sem við gleymum of oft í erli og ærustu nútímans?Niðurstaða: Undurfalleg brúðuleiksýning, eilítið þunglamaleg í byrjun en sækir í sig veðrið þegar á líður.
Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira