Bragðlaust eins og skyr með sykri Jónas Sen skrifar 6. nóvember 2025 07:33 Karlakórinn Heimir, gestir frá Álftagerði og Óskar Pétursson í Eldborg í Hörpu, sunnudaginn 2. nóvember 2025. JS Það var eitthvað þjóðlegt við tónleikana í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn. Ekki þjóðlegt á þann hátt að maður fylltist lotningu og fengi tár í augun við að minnast forfeðranna — heldur þjóðlegt eins og skyr með sykri. Það var jú kunnuglegt, þykkt og dálítið bragðlaust. Hið besta við tónleikana var líklega kynningin. Hún var í höndunum á Atla Gunnari Arnórssyni. Hann var nánast alltaf fyndinn og fólk veltist um af hlátri. En að öðru leyti var mér ekki hlátur í huga. Ónákvæmur samhljómur Á tónleikunum voru Álftagerðisbræður í stóru hlutverki – og þrjár konur að auki. Þau sungu ekkert sérstaklega vel. Jú, þau héldu lagi og túlkuðu lögin af einlægni. Mörg laganna hafa verið sungin á fylleríum í gegnum tíðina, og stemningin í flutningnum hér smellpassaði. En raddbeitingin og samhljómurinn var frekar ónákvæmur og kom ekki mikið betur út en hjá veislusöngvurum í áttræðisafmæli sem eru búnir að fá áminningu frá SÁÁ. Takmarkaður einsöngur Óskar Pétursson stóð sig yfirleitt ágætlega sem aðaleinsöngvari kvöldsins, en þó með talsverðum takmörkunum. Hann hélt sömuleiðis lagi og söng með merkjanlegum tilþrifum. Í „Hamraborginni“ eftir Sigvalda Kaldalóns kom þetta best fram, lagið flæddi vel og túlkunin var tignarleg og stór. Jónas Sen Því miður orkaði frammistaðan tvímælis tæknilega séð. Röddina vantaði almennilegan fókus, sérstaklega á neðri tónunum. Í Rósinni eftir Friðrik Jónsson var söngurinn beinlínis fálmkenndur og reikull. Maður fann að Óskar var helst til meðvitaður um hvernig hann átti að beita röddinni. Söngurinn varð einhvern veginn of stýrður, eins og hver tónn væri búinn til með límbandi, reglustiku og skærum í stað þess að vera hluti af magnaðri, listrænni heild. Hljómsveitin var misjöfn Í Rósinni spilaði hljómsveitarstjórinn, Valmar Väljaots, á fiðlu. Hann hefði betur sleppt því, því fiðlan var bæði hjáróma og fölsk. Hljómsveitin samanstóð annars af hljómborðsleikara sem virtist hafa fest takkann á hammond-stillingu. Hammondinn var leiðinlega ágengur og hvell, og skar í eyru oftar en einu sinni. Þarna var líka ágætur bassaleikari og síðri trommuleikari sem var býsna þunglamalegur í völsunum (en þeir voru allmargir á efnisskránni). Loks komu fram tveir píanóleikarar, þó ekki báðir í einu. Annar þeirra var einmitt hljómsveitarstjórinn fyrrnefndi. Kórinn stóð sig nokkuð vel Kórinn sjálfur, Karlakórinn Heimir, átti sína spretti. Þegar hann söng einn, mátti heyra endurómun af gömlu reisninni, þeirri sem gerir karlakórinn að meira en bara hópi manna í jakkafötum. En hversu lengi? Er það bara hefðin sem enn heldur kóramenningunni á floti? Í stærra samhengi tónleikanna, með Álftagerðisbræðrum og einsöngvaranum, hljómaði kórinn eins og sykursæt skrumskæling á því sem eitt sinn var helg athöfn íslenskra karla – að syngja saman af ástríðu. Nú var þetta meira eins og vinaleg rútína í félagsheimili: menn sungu ekki af þörf, heldur af vana. Eldmóðurinn, sem áður brann í hverri rödd, logaði varla lengur. Jónas Sen Kannski er þetta táknrænt fyrir karlakóramenninguna í dag. Hún lifir áfram, en í formi nostalgíunnar — ekki ástríðunnar. Hún heldur sér gangandi á minningum einum saman, eins og gömul harmonikka sem enginn nennir lengur að stilla. Lögin sem karlakórar virðast gjarnan helst vilja syngja á Íslandi eru að verða úrelt. Það sem áður kom manni í vímu er nú að verða að slæmum timburmönnum. Hefðin ein og sér dugar ekki. Íslenski karlakórinn þarf að finna nýja rödd — eða detta dauður ella. Niðurstaða: Tónleikarnir í Eldborg voru eins og gamall vinur sem kemur í heimsókn: þægilegur í framkomu, en maður skynjaði undirliggjandi þreytu. Í söng karlakórsins var bergmál af gömlum dugnaði og áræði; raddirnar báru enn vott um ástríðu og samheldni. En þegar Álftagerðishópurinn, fiðlan og hammondinn tóku við, varð allt að hikstandi minningu um það sem eitt sinn var. Þetta var ekki hátíð, heldur nostalgískt augnablik sem minnti á að karlakóramenningin lifir ennþá, en á yfirdrætti. Hún þarf nýtt eldsneyti, ferska rödd og djarfari túlkun til að hrífa aftur, annars verður hún aðeins skrautmunur á safni. Kórinn vildi auðheyrilega gleðja, en náðu aðeins að vekja söknuð. Eða með öðrum orðum: þegar tónleikar láta mann hugsa meira um SÁÁ en Sigvalda Kaldalóns, þá hefur eitthvað farið úrskeiðis. Gagnrýni Jónasar Sen Menning Harpa Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Hið besta við tónleikana var líklega kynningin. Hún var í höndunum á Atla Gunnari Arnórssyni. Hann var nánast alltaf fyndinn og fólk veltist um af hlátri. En að öðru leyti var mér ekki hlátur í huga. Ónákvæmur samhljómur Á tónleikunum voru Álftagerðisbræður í stóru hlutverki – og þrjár konur að auki. Þau sungu ekkert sérstaklega vel. Jú, þau héldu lagi og túlkuðu lögin af einlægni. Mörg laganna hafa verið sungin á fylleríum í gegnum tíðina, og stemningin í flutningnum hér smellpassaði. En raddbeitingin og samhljómurinn var frekar ónákvæmur og kom ekki mikið betur út en hjá veislusöngvurum í áttræðisafmæli sem eru búnir að fá áminningu frá SÁÁ. Takmarkaður einsöngur Óskar Pétursson stóð sig yfirleitt ágætlega sem aðaleinsöngvari kvöldsins, en þó með talsverðum takmörkunum. Hann hélt sömuleiðis lagi og söng með merkjanlegum tilþrifum. Í „Hamraborginni“ eftir Sigvalda Kaldalóns kom þetta best fram, lagið flæddi vel og túlkunin var tignarleg og stór. Jónas Sen Því miður orkaði frammistaðan tvímælis tæknilega séð. Röddina vantaði almennilegan fókus, sérstaklega á neðri tónunum. Í Rósinni eftir Friðrik Jónsson var söngurinn beinlínis fálmkenndur og reikull. Maður fann að Óskar var helst til meðvitaður um hvernig hann átti að beita röddinni. Söngurinn varð einhvern veginn of stýrður, eins og hver tónn væri búinn til með límbandi, reglustiku og skærum í stað þess að vera hluti af magnaðri, listrænni heild. Hljómsveitin var misjöfn Í Rósinni spilaði hljómsveitarstjórinn, Valmar Väljaots, á fiðlu. Hann hefði betur sleppt því, því fiðlan var bæði hjáróma og fölsk. Hljómsveitin samanstóð annars af hljómborðsleikara sem virtist hafa fest takkann á hammond-stillingu. Hammondinn var leiðinlega ágengur og hvell, og skar í eyru oftar en einu sinni. Þarna var líka ágætur bassaleikari og síðri trommuleikari sem var býsna þunglamalegur í völsunum (en þeir voru allmargir á efnisskránni). Loks komu fram tveir píanóleikarar, þó ekki báðir í einu. Annar þeirra var einmitt hljómsveitarstjórinn fyrrnefndi. Kórinn stóð sig nokkuð vel Kórinn sjálfur, Karlakórinn Heimir, átti sína spretti. Þegar hann söng einn, mátti heyra endurómun af gömlu reisninni, þeirri sem gerir karlakórinn að meira en bara hópi manna í jakkafötum. En hversu lengi? Er það bara hefðin sem enn heldur kóramenningunni á floti? Í stærra samhengi tónleikanna, með Álftagerðisbræðrum og einsöngvaranum, hljómaði kórinn eins og sykursæt skrumskæling á því sem eitt sinn var helg athöfn íslenskra karla – að syngja saman af ástríðu. Nú var þetta meira eins og vinaleg rútína í félagsheimili: menn sungu ekki af þörf, heldur af vana. Eldmóðurinn, sem áður brann í hverri rödd, logaði varla lengur. Jónas Sen Kannski er þetta táknrænt fyrir karlakóramenninguna í dag. Hún lifir áfram, en í formi nostalgíunnar — ekki ástríðunnar. Hún heldur sér gangandi á minningum einum saman, eins og gömul harmonikka sem enginn nennir lengur að stilla. Lögin sem karlakórar virðast gjarnan helst vilja syngja á Íslandi eru að verða úrelt. Það sem áður kom manni í vímu er nú að verða að slæmum timburmönnum. Hefðin ein og sér dugar ekki. Íslenski karlakórinn þarf að finna nýja rödd — eða detta dauður ella. Niðurstaða: Tónleikarnir í Eldborg voru eins og gamall vinur sem kemur í heimsókn: þægilegur í framkomu, en maður skynjaði undirliggjandi þreytu. Í söng karlakórsins var bergmál af gömlum dugnaði og áræði; raddirnar báru enn vott um ástríðu og samheldni. En þegar Álftagerðishópurinn, fiðlan og hammondinn tóku við, varð allt að hikstandi minningu um það sem eitt sinn var. Þetta var ekki hátíð, heldur nostalgískt augnablik sem minnti á að karlakóramenningin lifir ennþá, en á yfirdrætti. Hún þarf nýtt eldsneyti, ferska rödd og djarfari túlkun til að hrífa aftur, annars verður hún aðeins skrautmunur á safni. Kórinn vildi auðheyrilega gleðja, en náðu aðeins að vekja söknuð. Eða með öðrum orðum: þegar tónleikar láta mann hugsa meira um SÁÁ en Sigvalda Kaldalóns, þá hefur eitthvað farið úrskeiðis.
Gagnrýni Jónasar Sen Menning Harpa Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira