Grátt á herrana, vítt fyrir dömurnar Sara McMahon skrifar 17. október 2013 13:00 Grátt vinsælt Fatahönnuðurinn Damir Doma notaði gráa litinn mikið í haustlínu sinni fyrir karla þetta haust. Nordicphotos/getty Grátt fyrir herrana Herrarnir skulu klæðast gráu en dömurnar skósíðum buxum og stórum peysum. Klæðaburður fólks tekur breytingum samhliða árstíðaskiptunum. Í haust og vetur verða nokkrir tískustraumar sérlega áberandi og fór Fréttablaðið yfir nokkra þeirra. Hvað herrana varðar verður grái liturinn í forgrunni í vetur, sem og vínrauðir og dökkbláir litatónar. Bomber-jakkinn svonefndi heldur vinsældum sínum inn í mitt næsta ár. Gönguskór í öllum stærðum og gerðum verða einnig áberandi og sé tekið mið af tískusýningum stóru tískuhúsanna má nota þann fótabúnað hvort heldur við jakkaföt eða gallabuxur.Vítt og þægilegt Hólkvíðar og skósíðar buxur verða áberandi í dömutískunni í haust og vetur. Þessar buxur eru þó úr vorlínu Yang Li 2014.Nordicphotos/gettyVítt fyrir dömurnar Þegar kemur að dömutískunni eru skósíðar og hólkvíðar dragtarbuxur sérlega vinsælar, bæði til hversdagsbrúks og sem spariklæðnaður. Dökkblár litur, eða „navy“ eins og hann kallast á ensku, verður sömuleiðis áberandi í vetur. Sá litur gæti hentað þeim sem kjósa helst svartar flíkur því dökkblá flík mun lífga upp á heildarútlitið án þess að draga að sér of mikla athygli. Stórar peysur, og þá sérstaklega kragapeysur, sáust einnig víða á tískupöllunum fyrir veturinn. Slíkar peysur koma sér sannarlega vel á köldum, íslenskum vetrardögum. Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Grátt fyrir herrana Herrarnir skulu klæðast gráu en dömurnar skósíðum buxum og stórum peysum. Klæðaburður fólks tekur breytingum samhliða árstíðaskiptunum. Í haust og vetur verða nokkrir tískustraumar sérlega áberandi og fór Fréttablaðið yfir nokkra þeirra. Hvað herrana varðar verður grái liturinn í forgrunni í vetur, sem og vínrauðir og dökkbláir litatónar. Bomber-jakkinn svonefndi heldur vinsældum sínum inn í mitt næsta ár. Gönguskór í öllum stærðum og gerðum verða einnig áberandi og sé tekið mið af tískusýningum stóru tískuhúsanna má nota þann fótabúnað hvort heldur við jakkaföt eða gallabuxur.Vítt og þægilegt Hólkvíðar og skósíðar buxur verða áberandi í dömutískunni í haust og vetur. Þessar buxur eru þó úr vorlínu Yang Li 2014.Nordicphotos/gettyVítt fyrir dömurnar Þegar kemur að dömutískunni eru skósíðar og hólkvíðar dragtarbuxur sérlega vinsælar, bæði til hversdagsbrúks og sem spariklæðnaður. Dökkblár litur, eða „navy“ eins og hann kallast á ensku, verður sömuleiðis áberandi í vetur. Sá litur gæti hentað þeim sem kjósa helst svartar flíkur því dökkblá flík mun lífga upp á heildarútlitið án þess að draga að sér of mikla athygli. Stórar peysur, og þá sérstaklega kragapeysur, sáust einnig víða á tískupöllunum fyrir veturinn. Slíkar peysur koma sér sannarlega vel á köldum, íslenskum vetrardögum.
Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira