Hvað er hægri, Katrín? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 17. október 2013 06:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið og leitast við að draga skarpar pólitískar línur milli fyrrverandi og núverandi stjórnarflokka. Er það kjarninn í málflutningi Katrínar að stjórnarstefnan, sem birtist m.a. í fjárlagafrumvarpinu, marki stefnuna aftur til hægri. Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið. Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi. Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar. Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?Enginn sómi Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans. Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur. Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?Skrítnar áherslur Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins. Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands. Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna. Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið og leitast við að draga skarpar pólitískar línur milli fyrrverandi og núverandi stjórnarflokka. Er það kjarninn í málflutningi Katrínar að stjórnarstefnan, sem birtist m.a. í fjárlagafrumvarpinu, marki stefnuna aftur til hægri. Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið. Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi. Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar. Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?Enginn sómi Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans. Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur. Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?Skrítnar áherslur Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins. Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands. Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna. Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun