Safna fyrir sandblásnum speglum Sara McMahon skrifar 30. október 2013 07:00 Linda Björg Árnadóttir, hönnuður, safnar fyrir nýrri vöru á Karolina Fund. Fréttablaðið/vilhelm „Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3500 evrum upp í framleiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvember,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heimilisvörur á borð við púða, handklæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í framtíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karolina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að framan og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem sandblástur átti sér stað. Speglarnir koma í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að takmarkið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum.Hér má lesa nánar um verkefnið og sjá teikningu af speglunum. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3500 evrum upp í framleiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvember,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heimilisvörur á borð við púða, handklæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í framtíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karolina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að framan og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem sandblástur átti sér stað. Speglarnir koma í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að takmarkið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum.Hér má lesa nánar um verkefnið og sjá teikningu af speglunum.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira