Bíó og sjónvarp

Endurgerð og "feel gúddari“

Leikkonan Judi Dench fer með hlutverk Philomena Lee
Leikkonan Judi Dench fer með hlutverk Philomena Lee
Við erum bestar

Við erum bestar gerist árið 1982 í Stokkhólmi og segir frá þremur þrettán ára stúlkum sem takast í sameiningu á við öll vandamál unglingsáranna. Kvikmyndin er í leikstjórn Lukas Moodysson og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.



Furðufuglar


Tveir ólíkir kalkúnar, Reggie og Jake, taka höndum, eða vængjum, saman og ætla að ferðast aftur í tímann og breyta gangi sögunnar með þeim afleiðingum að kalkúnar verði ekki á boðstólum Bandaríkjamanna á þakkargjörðardaginn. Stórleikararnir Owen Wilson, Woody Harrelson og Amy Poehler ljá raddir sínar.



Carrie

Hrollvekjan um Carrie hefur verið endurgerð og í þetta sinn er það Chloë Moretz sem fer með aðalhlutverkið. Carrie verður fyrir stöðugu einelti í skólanum og heima við þarf hún að glíma við heitttrúaða móður sína. Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri skáldsögu Stephen King.

Philomena

Leikkonan Judi Dench fer með hlutverk Philomena Lee sem varð barnshafandi á unglingsárum sínum á Írlandi árið 1952. Sonur hennar er tekinn frá henni og ættleiddur til Bandaríkjanna. Næstu fimmtíu ár leitar Philomena að honum án árangurs. Hún kynnist svo Martin Sixsmith, tortryggnum blaðamanni, og ferðast þau til Bandaríkjanna í von um að finna son Philomenu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×