Aron er áhyggjufullur af litlum spiltíma Ásgeirs Arnar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 07:30 Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn fyrir leikina gegn Austurríki þrátt fyrir töluverð forföll leikmanna vegna meiðsla. fréttablaðið/stefán „Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því austurríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19:20. „Við erum klárir í leikina. Vissulega myndi maður vilja hafa fullskipaðan leikmannahóp en forföllin eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og vonandi nýta þér það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson snéri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt á æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austurríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningamerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til framtíðar og viljum sjá ákveðna leikmenn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábærlega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, voru ekki valdir í landsliðshópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstaklega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tækifæri á að sýna sig. Hann hefur verið að spila vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðarleikmann en menn verða einhvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leikmenn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mannað og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verður góð prófraun fyrir okkar leikmenn.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því austurríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19:20. „Við erum klárir í leikina. Vissulega myndi maður vilja hafa fullskipaðan leikmannahóp en forföllin eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og vonandi nýta þér það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson snéri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt á æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austurríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningamerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til framtíðar og viljum sjá ákveðna leikmenn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábærlega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, voru ekki valdir í landsliðshópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstaklega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tækifæri á að sýna sig. Hann hefur verið að spila vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðarleikmann en menn verða einhvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leikmenn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mannað og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verður góð prófraun fyrir okkar leikmenn.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn