Þegar lífið er fótbolti eitt kvöld Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 10:00 Leikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tímatalið miðað við fyrir og eftir Leikinn. Ef við vinnum er það stærsta stund íslenskrar íþróttasögu, ótrúlegur árangur, eitthvað sem kemur þjóðinni á kort fjölmiðla um alla Evrópu. Og fólk stendur á öndinni af æsingi og spenningi. Vissulega væri ánægjulegt ef karlalandsliðinu í fótbolta tækist að komast á HM í Brasilíu að ári, en að það muni skipta sköpum í íþróttasögunni er ansi hæpin kenning. Hvað um silfurdrengina okkar, stelpurnar okkar, verðlaunahafa í ýmsum íþróttagreinum á Ólympíuleikum? Endurskrifuðu þau ekki íþróttasöguna? Er fótboltinn svo miklu merkilegri en aðrar íþróttagreinar að ástæða sé til alls þessa havarís? Fótbolti er í eðli sínu bardagaíþrótt, enda fundinn upp af Grikkjum í árdaga siðmenningarinnar til að efla baráttuanda í herdeildum, og honum fylgja alls kyns ógeðfelldar hliðarverkanir. Þjóðremban er þar efst á blaði og þótt ýmsum þyki eflaust ekki veita af því að hrista þjóðina saman í eitt allsherjarbandalag fylgir rembunni þeirri ofmat á eigin getu og árásir á „óvinina“ sem minna helst á múgæsingar sem notaðar hafa verið til að réttlæta styrjaldir í gegnum tíðina. Allra leiða er leitað til að koma höggi á andstæðinginn, gera lítið úr honum og getu hans. Við erum mest og best mentalítetið blómstrar sem aldrei fyrr og kynþáttahatur og fyrirlitning á öðrum menningarkimum kraumar undir yfirborðinu. Verst er þó hversu hverful þessi dýrkun á fulltrúum okkar á fótboltavellinum er. Ef þeir vinna eru þeir hafnir til skýjanna, strákarnir, hetjurnar OKKAR. Við tap snýst almenningsálitið á örskotsstundu og skyndilega breytast strákarnir okkar í óttalega aumingja sem engum hafði nokkru sinni dottið í hug að gætu unnið. Eða þá að dómaranum er kennt um. Hann er oftar en ekki ásakaður um að ganga erinda „óvinarins“, vera tólfti maðurinn í liði andstæðinganna. Skyndilega er röksemdin um hversu stórkostlegt sé að þessi litla þjóð eigi íþróttamenn sem komist hafi svona langt ekki gild lengur vegna þess að þeir komust ekki enn lengra. Tap virðist gjörsamlega þurrka út öll stóru orðin um frábæran árangur strákanna og að hitt liðið sé einfaldlega betra er ekki inni í umræðunni. Það er eins og að fylgjast með geðhvarfasjúklingi í niðursveiflu að hlusta á umræðuna eftir tapleik. Auðvitað óskum við þess öll að strákarnir vinni í kvöld og fái að taka þátt í HM í Brasilíu. En takist það ekki er engin ástæða til að láta eins og heimurinn hjari ekki til páska. Fótbolti er ekki og getur ekki verið það sem skilgreinir gildi þjóðarinnar, ekki einu sinni í einn dag. Að því sögðu er sjálfsagt að óska liðinu góðs gengis í Leiknum, vona það besta og taka því versta með stillingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Leikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tímatalið miðað við fyrir og eftir Leikinn. Ef við vinnum er það stærsta stund íslenskrar íþróttasögu, ótrúlegur árangur, eitthvað sem kemur þjóðinni á kort fjölmiðla um alla Evrópu. Og fólk stendur á öndinni af æsingi og spenningi. Vissulega væri ánægjulegt ef karlalandsliðinu í fótbolta tækist að komast á HM í Brasilíu að ári, en að það muni skipta sköpum í íþróttasögunni er ansi hæpin kenning. Hvað um silfurdrengina okkar, stelpurnar okkar, verðlaunahafa í ýmsum íþróttagreinum á Ólympíuleikum? Endurskrifuðu þau ekki íþróttasöguna? Er fótboltinn svo miklu merkilegri en aðrar íþróttagreinar að ástæða sé til alls þessa havarís? Fótbolti er í eðli sínu bardagaíþrótt, enda fundinn upp af Grikkjum í árdaga siðmenningarinnar til að efla baráttuanda í herdeildum, og honum fylgja alls kyns ógeðfelldar hliðarverkanir. Þjóðremban er þar efst á blaði og þótt ýmsum þyki eflaust ekki veita af því að hrista þjóðina saman í eitt allsherjarbandalag fylgir rembunni þeirri ofmat á eigin getu og árásir á „óvinina“ sem minna helst á múgæsingar sem notaðar hafa verið til að réttlæta styrjaldir í gegnum tíðina. Allra leiða er leitað til að koma höggi á andstæðinginn, gera lítið úr honum og getu hans. Við erum mest og best mentalítetið blómstrar sem aldrei fyrr og kynþáttahatur og fyrirlitning á öðrum menningarkimum kraumar undir yfirborðinu. Verst er þó hversu hverful þessi dýrkun á fulltrúum okkar á fótboltavellinum er. Ef þeir vinna eru þeir hafnir til skýjanna, strákarnir, hetjurnar OKKAR. Við tap snýst almenningsálitið á örskotsstundu og skyndilega breytast strákarnir okkar í óttalega aumingja sem engum hafði nokkru sinni dottið í hug að gætu unnið. Eða þá að dómaranum er kennt um. Hann er oftar en ekki ásakaður um að ganga erinda „óvinarins“, vera tólfti maðurinn í liði andstæðinganna. Skyndilega er röksemdin um hversu stórkostlegt sé að þessi litla þjóð eigi íþróttamenn sem komist hafi svona langt ekki gild lengur vegna þess að þeir komust ekki enn lengra. Tap virðist gjörsamlega þurrka út öll stóru orðin um frábæran árangur strákanna og að hitt liðið sé einfaldlega betra er ekki inni í umræðunni. Það er eins og að fylgjast með geðhvarfasjúklingi í niðursveiflu að hlusta á umræðuna eftir tapleik. Auðvitað óskum við þess öll að strákarnir vinni í kvöld og fái að taka þátt í HM í Brasilíu. En takist það ekki er engin ástæða til að láta eins og heimurinn hjari ekki til páska. Fótbolti er ekki og getur ekki verið það sem skilgreinir gildi þjóðarinnar, ekki einu sinni í einn dag. Að því sögðu er sjálfsagt að óska liðinu góðs gengis í Leiknum, vona það besta og taka því versta með stillingu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun