„Frussaði næstum pulsunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2013 09:00 Guðjón L. stóð fastur á sínu í Austurberginu. fréttablaðið/stefán „Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagnvart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á viðureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálfleik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tækifærið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu.„Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skynsemi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kominn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína.„Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþróttamönnum í heilan leik og eru hreinlega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reyndur á alþjóðavettvangi þar sem allajafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtakið. Þetta var flott hjá þeim.“ Handbolti Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
„Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagnvart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á viðureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálfleik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tækifærið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu.„Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skynsemi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kominn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína.„Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþróttamönnum í heilan leik og eru hreinlega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reyndur á alþjóðavettvangi þar sem allajafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtakið. Þetta var flott hjá þeim.“
Handbolti Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira