Orðsending til íslenskra karlmanna Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun