?fallahj?lp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. desember 2013 07:00 Viðskiptavinir Vodafone fengu harkalegan löðrung um helgina þegar í ljós kom að um 80 þúsund SMS-skilaboð, ódulkóðuð lykilorð og fleira gotterí frá þeim hafði verið sett á internetið af tyrkneskum hakkara fyrir allra augum. Í dauðans ofboði sótti ég hið illa fengna skjal, opnaði í Wordpad og sló símanúmerinu mínu inn í leitina. Það var mér mikill léttir þegar ég fann ekkert krassandi frá mér eða til mín, en ekki voru allir svo heppnir. Því miður hafði ég ekki sjálfsstjórn til þess að loka skjalinu. Fyrst fannst mér ég tilneyddur til þess að slá inn leitarorðum á borð við „typpi“, „p?ka“, „sj?ga“, „putta“, og fleira í þeim dúr (spurningamerki leystu séríslenska stafi af hólmi í skjalinu), og nei, ég er ekki þroskaðri en þetta. Þegar kynlífsórar samlanda minna birtust í bunum fór mér að líða einkennilega. Ekki vegna þess að þeir væru svo svæsnir heldur vegna þess að á öxl minni birtist bústinn og skeggjaður engill sem sagði mér að ég væri að gera rangt. Ég lokaði því skjalinu og skammaðist mín. Nú eiga eflaust margir um sárt að binda vegna málsins og við þá vil ég segja: Allir eru að gera það! Flestir á „SMS-aldri“ eru kynferðislega virkir og fantarnir sem birtu fantasíur ykkar á þar til gerðri Facebook-síðu hafa pottþétt allir sent jafn vandræðaleg skilaboð sjálfir til ótal karla og kvenna. Öll erum við að reyna að r??a sem oftast og mest, og þar er síminn þarfasti þjónninn. En málið er auðvitað mun alvarlegra en svo að nokkur (ókei, rosalega mörg) klúr smáskilaboð hafi ratað í rangar hendur. Þarna brást risastórt fyrirtæki viðskiptavinum sínum og olli óbætanlegu tjóni. Þetta verður án efa rannsakað frekar og það kæmi mér ekki á óvart þó að málið færi fyrir dómstóla. En þangað til það gerist getum við öll látið okkur hlakka til klúrasta Áramótaskaups frá upphafi. Já, börnin fara snemma í háttinn í ár, að því gefnu að enn sé til peningur fyrir skaupi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Vodafone-innbrotið Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Viðskiptavinir Vodafone fengu harkalegan löðrung um helgina þegar í ljós kom að um 80 þúsund SMS-skilaboð, ódulkóðuð lykilorð og fleira gotterí frá þeim hafði verið sett á internetið af tyrkneskum hakkara fyrir allra augum. Í dauðans ofboði sótti ég hið illa fengna skjal, opnaði í Wordpad og sló símanúmerinu mínu inn í leitina. Það var mér mikill léttir þegar ég fann ekkert krassandi frá mér eða til mín, en ekki voru allir svo heppnir. Því miður hafði ég ekki sjálfsstjórn til þess að loka skjalinu. Fyrst fannst mér ég tilneyddur til þess að slá inn leitarorðum á borð við „typpi“, „p?ka“, „sj?ga“, „putta“, og fleira í þeim dúr (spurningamerki leystu séríslenska stafi af hólmi í skjalinu), og nei, ég er ekki þroskaðri en þetta. Þegar kynlífsórar samlanda minna birtust í bunum fór mér að líða einkennilega. Ekki vegna þess að þeir væru svo svæsnir heldur vegna þess að á öxl minni birtist bústinn og skeggjaður engill sem sagði mér að ég væri að gera rangt. Ég lokaði því skjalinu og skammaðist mín. Nú eiga eflaust margir um sárt að binda vegna málsins og við þá vil ég segja: Allir eru að gera það! Flestir á „SMS-aldri“ eru kynferðislega virkir og fantarnir sem birtu fantasíur ykkar á þar til gerðri Facebook-síðu hafa pottþétt allir sent jafn vandræðaleg skilaboð sjálfir til ótal karla og kvenna. Öll erum við að reyna að r??a sem oftast og mest, og þar er síminn þarfasti þjónninn. En málið er auðvitað mun alvarlegra en svo að nokkur (ókei, rosalega mörg) klúr smáskilaboð hafi ratað í rangar hendur. Þarna brást risastórt fyrirtæki viðskiptavinum sínum og olli óbætanlegu tjóni. Þetta verður án efa rannsakað frekar og það kæmi mér ekki á óvart þó að málið færi fyrir dómstóla. En þangað til það gerist getum við öll látið okkur hlakka til klúrasta Áramótaskaups frá upphafi. Já, börnin fara snemma í háttinn í ár, að því gefnu að enn sé til peningur fyrir skaupi.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun