Drogba: Ég verð á heimavelli í báðum leikjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2013 00:01 Það verður vafalítið skemmtileg stund er Drogba kemur aftur til Chelsea. Hann mun örugglega fá faðmlag frá Mourinho. Mynd/NordicPhotos/Getty Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Sjá meira