Kjarasamningur framhaldsskólakennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. apríl 2014 07:00 Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðlilegt að framhaldsskólakennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verkefni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og framhaldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega staðreynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verkefni samningafólks okkar í þessari lotu var m.a. að aðlaga kjarasamning okkar að þeim lögum.Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöðuna góða, menn hafa nefnt tímamótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðréttingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samningstímabilið.Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakennara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðlilegt að framhaldsskólakennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verkefni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og framhaldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega staðreynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verkefni samningafólks okkar í þessari lotu var m.a. að aðlaga kjarasamning okkar að þeim lögum.Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöðuna góða, menn hafa nefnt tímamótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðréttingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samningstímabilið.Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakennara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun