Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að leikmenn handboltalandsliðsins fái engar fyrirframákveðnar bónusgreiðslur fyrir góðan árangur á stórmótum í handbolta.
Þekkt er að leikmenn stórra þjóða fái bónusa fyrir verðlaun á stórmótum en norska handknattleikssambandið tilkynnti sínar bónusgreiðslur í dag.
Það hefur ekki tíðkast að leikmenn íslenska landsliðsins fái greitt sérstaklega fyrir árangur á stórmótum.
„En ef HSÍ fær verðlaunafé verður því skipt á milli leikmannanna,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag.
