Audi seldi meira en Benz Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 15:15 Q-lína Audi seldist vel á síðasta ári. Þýska lúxusbílasmiðnum Audi gekk vel á síðasta ári og seldi 8,3% fleiri bíla en árið áður. Heildarsalan var 1,57 milljón bílar, sem er meira en Mercedes Benz seldi á árinu. Audi setti sér það markmið fyrir nokkrum árum að ná 1,5 milljón bíla sölu árið 2015, en náði því og gott betur tveimur árum fyrr. Markmiðið er reyndar að selja 2 milljónir bíla á ári þegar 2020 gengur í garð. Stærstan hluta í þessari góðu sölu Audi eiga A3 bíllinn og öll Q-línan. Söluaukningin í Q jepplinga- og jeppalínu Audi á árinu nam 23,8%, en 18,6% í A3, sem seldist í 202.300 eintökum, en Q-línan í heild í 438.400 eintökum. Gengi Audi var æði misjafnt milli landa og víða í Evrópu var salan minni en 2012. Í Þýskalandi féll salan um 5%, 8% í Frakklandi, 6% á ítalíu og 3% á Spáni. Hinsvegar óx hún um 15% í Bretlandi og 8% í Rússlandi, en salan í Evrópu í heild féll um 0,9%. Það gekk gríðarvel á ýmsum öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum óx salan um 13,5%, 23,5% í Mexíkó, 21,2% í Kína, 20,2% í Japan, 32,7% í S-Kóreu og 11,1% í Indlandi. Salan í Kína skiptir Audi gríðarmiklu máli því fast að þriðjungur allra Audi bíla seljast þar og nam salan þar í fyrra 491.989 bílum. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent
Þýska lúxusbílasmiðnum Audi gekk vel á síðasta ári og seldi 8,3% fleiri bíla en árið áður. Heildarsalan var 1,57 milljón bílar, sem er meira en Mercedes Benz seldi á árinu. Audi setti sér það markmið fyrir nokkrum árum að ná 1,5 milljón bíla sölu árið 2015, en náði því og gott betur tveimur árum fyrr. Markmiðið er reyndar að selja 2 milljónir bíla á ári þegar 2020 gengur í garð. Stærstan hluta í þessari góðu sölu Audi eiga A3 bíllinn og öll Q-línan. Söluaukningin í Q jepplinga- og jeppalínu Audi á árinu nam 23,8%, en 18,6% í A3, sem seldist í 202.300 eintökum, en Q-línan í heild í 438.400 eintökum. Gengi Audi var æði misjafnt milli landa og víða í Evrópu var salan minni en 2012. Í Þýskalandi féll salan um 5%, 8% í Frakklandi, 6% á ítalíu og 3% á Spáni. Hinsvegar óx hún um 15% í Bretlandi og 8% í Rússlandi, en salan í Evrópu í heild féll um 0,9%. Það gekk gríðarvel á ýmsum öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum óx salan um 13,5%, 23,5% í Mexíkó, 21,2% í Kína, 20,2% í Japan, 32,7% í S-Kóreu og 11,1% í Indlandi. Salan í Kína skiptir Audi gríðarmiklu máli því fast að þriðjungur allra Audi bíla seljast þar og nam salan þar í fyrra 491.989 bílum.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent