Volvo XC Coupe opinberaður Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 13:15 Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent
Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent