LeBron James var greinilega í góðu skapi þegar að lið hans, Miami Heat, vann góðan sigur á New Orleans Pelicans, 107-88, í NBA-deildinni í nótt.
James skoraði 32 stig í leiknum en þetta var í tíunda sinn í vetur sem hann skorar minnst 30 stig í leik. Miami hefur unnið níu af þeim tíu leikjum.
Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér en eins og sést í meðfylgjandi myndbandi brá James á leik með áhorfanda og smellti kossi á viðkomandi í miðjum leik.

