Eurovision-lag Ólafs F. Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2014 11:00 Lagið kom fullskapað til Ólafs, en Páll Rósinkrans syngur. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira