"Það eru svo margir sem eiga engan að“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2014 12:45 Aðstoðaði eldri konu konu við innkaupin. nordicphotos/getty „Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“ Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“
Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira