Erlent

Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jerry Dupree tekur mynd úr síma sínum við komuna til Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Jerry Dupree tekur mynd úr síma sínum við komuna til Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Mynd/AP
Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. Næstkomandi miðvikudag munu NBA leikmennirnir fyrrverandi keppa við leikmenn frá Norður-Kóreu í tilefni afmæli Kim Jong-Un, leiðtoga landsins.

Þetta er fjórða heimsókn Rodman til Norður-Kóreu, en hann segist vera vinur Kim Jong-Un og að markmið hans sé að tengja Kóreu og Bandaríkin. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið skýrt fram að Rodman sé ekki fulltrúi bandarískra yfirvalda.

Í liði Rodman eru þeir Kenny Anderson, Cliff Robinson og Vin Baker. Einnig eru þeir Eric Floyd, Doug Christie og Charles D. Smith, sem spiluðu með New York Knicks.


Tengdar fréttir

Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu

"Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×