Rossi sem gekk til liðs við Fiorentina fyrir ári síðan hafði byrjað tímabilið stórkostlega og skorað fjórtán mörk í sautján leikjum hingað til á tímabilinu.
Rossi hefur þegar tvisvar slitið krossbandið í hægra hné og hafði hann ekki leikið leik í tvö ár þegar hann sneri aftur á völlinn í lok síðasta tímabils. Ekkert hefur hinsvegar verið staðfest og fer Rossi í nánari skoðun á morgun.
Ef niðurstöðurnar verða slæmar er ekki aðeins um áfall að ræðafyrir Fiorentina í baráttunni um Meistaradeildarsæti heldur einnig ítalska landsliðið. Talið nokkuð víst að Rossi myndi eiga sæti í ítalska landsliðinu á HM í Brasilíu í sumar ef hann verður heill heilsu.
