Börn slösuðust í öngþveiti í Smáralind Jóhannes Stefánsson skrifar 5. janúar 2014 17:12 Skemmdir urðu á eignum og fólk slasaðist í mannmergðinni í Smáralind. Andri Marinó Karlsson Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome
Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55
Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02