Formula 1 notaði 33.200 dekk Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 15:06 33.200 svona dekk lágu í valnum. Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent
Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent