Spá 15% aukningu í bílasölu 2014 Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 10:15 Á síðustu 10 árum hefur meðaleldsneytiseyðsla nýrra bíla lækkað um 40%. Bílgreinasamabandið hefur spáð fyrir um bílasölu þessa árs og á von á 15% söluaukningu nýrra bíla á þessu ári, eða um 8.400 bíla sölu. Alls voru skráðir 7274 nýir fólksbílar á árinu 2013, 583 sendibílar, 91 vörubíll og 72 hópferðabifreiðar. Tæplega 8% samdráttur var frá fyrra ári þegar horft er til fólksbílasölunnar. Þess ber þó að geta að um áramótin 2012 til 2013 voru vörugjöld bílaleiga hækkuð, sem var þess valdandi að á fimmta hundrað bílaleigubílar voru skráðir seint á árinu 2012, en þeir hefðu átt heima á árinu 2013 hefðu lög um bílaleigur verið óbreytt. „Árið 2013 fer í sögubækur bílaumboðanna á Íslandi sem ár óvissu og talsverðra sveiflna fyrir okkur í bílgreininni. Fyrri partur ársins var í samræmi við væntingar, þó krónan væri óstöðug, og talsvert veik á fyrstu mánuðum ársins, og seinni hluti ársins voru okkur ákveðin vonbrigði,“ segir Jón Trausti Ólafson formaður Bílgreinasambandsins. „ En þrátt fyrir það er bílgreinin þó bjartsýn á árið 2014, enda teljum við að allar forsendur séu fyrir því að bílasala geti vaxið um allt að 15% frá árinu 2013.“ Jón Trausti segir að miklar framfarir hafi orðið í framleiðslu bíla undanfarin ár, og má m.a. sjá það í tölum Orkuseturs, sem heldur m.a. utan um Co2 losun nýskráðra bifreiða og uppgefna eyðslu þeirra, að nýir bílar eyða um 30-40% minna af eldsneyti en þeir gerðu fyrir áratug síðan. ,,Það þýðir að fjölskylda sem ver 300.000 kr. á ári til eldsneytiskaupa og á “meðalbíl” okkar Íslendinga, rúmlega 10 ára gamlan fólksbíl, getur sparað sér allt að 120.000 kr. ári og hátt í hálfa milljón á fjórum árum með því að fá sér sparneytnari bíl, sem auk þess er í ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Jón Trausti. „Þá er mikilvægt fyrir okkur öll að umferðaröryggi eykst verulega með endurnýjun bílaflotans. Langflestir nýir bílar eru til að mynda búnir stöðugleikastýringu og hinum ýmsa öryggisbúnaði sem var aukabúnaður fyrir áratug síðan. Við teljum að endurnýjun bílaflotans í öruggari bíla sé samfélaginu gríðarlega mikilvægur þáttur“ segir Jón Trausti. Bílgreinasambandið spáir því að um 15% söluaukning verði á nýjum bílum á árinu 2014. Það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem von um aukin stöðugleika í gjaldmiðlunum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og betri efnahagshorfa almennt. Framundan eru aukin umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna framkvæmda í tengslum við ferðaþjónustu, auknum ferðamannastraumi til landsins, sterkri stöðu sjávarútvegs og því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir til handa heimilum landsins sem draga úr óvissu, og biðstöðu sem uppi hefur verið síðastliðin ár. Þá sé endureikning bílalána að mestu lokið og óvissu í kringum útreikninga þeirra hafi að mörgu leyti verið eytt. Á árinu 2013 voru bílaleigur kaupendur að um 40% þeirra fólksbíla sem skráðir voru. Bílgreinasambandið hefur áður lýst yfir stuðning sínum við bílaleigugeirann og fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að koma til móts við bílaleigur með eftirgjöf vörugjalda, mikilvægt sé að stuðlað sé að heilbrigðri endurnýjun bílaleiguflotans, sem skilar sér svo í endursölu á markaði í notuðum bílum síðar. Meðalaldur fólksbíla á Íslandi er hár í samanburði við þau lönd er við berum okkur helst saman við, og hefur hækkað hratt undanfarin ár. Einnig má sjá hverning Co2 losun fólskbíla hefur dregist saman á sama tímabili. Á tíu ára tímabili hefur eldsneytiseyðsla nýskráðra bíla hér á landi lækkað um 40%. Árið 2003 var meðalbíllinn að eyða um 9 lítrum á hundraðið, en í dag eyðir meðal nýskráður bíll að meðaltali um 5,3 lítrum á hundraðið. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent
Bílgreinasamabandið hefur spáð fyrir um bílasölu þessa árs og á von á 15% söluaukningu nýrra bíla á þessu ári, eða um 8.400 bíla sölu. Alls voru skráðir 7274 nýir fólksbílar á árinu 2013, 583 sendibílar, 91 vörubíll og 72 hópferðabifreiðar. Tæplega 8% samdráttur var frá fyrra ári þegar horft er til fólksbílasölunnar. Þess ber þó að geta að um áramótin 2012 til 2013 voru vörugjöld bílaleiga hækkuð, sem var þess valdandi að á fimmta hundrað bílaleigubílar voru skráðir seint á árinu 2012, en þeir hefðu átt heima á árinu 2013 hefðu lög um bílaleigur verið óbreytt. „Árið 2013 fer í sögubækur bílaumboðanna á Íslandi sem ár óvissu og talsverðra sveiflna fyrir okkur í bílgreininni. Fyrri partur ársins var í samræmi við væntingar, þó krónan væri óstöðug, og talsvert veik á fyrstu mánuðum ársins, og seinni hluti ársins voru okkur ákveðin vonbrigði,“ segir Jón Trausti Ólafson formaður Bílgreinasambandsins. „ En þrátt fyrir það er bílgreinin þó bjartsýn á árið 2014, enda teljum við að allar forsendur séu fyrir því að bílasala geti vaxið um allt að 15% frá árinu 2013.“ Jón Trausti segir að miklar framfarir hafi orðið í framleiðslu bíla undanfarin ár, og má m.a. sjá það í tölum Orkuseturs, sem heldur m.a. utan um Co2 losun nýskráðra bifreiða og uppgefna eyðslu þeirra, að nýir bílar eyða um 30-40% minna af eldsneyti en þeir gerðu fyrir áratug síðan. ,,Það þýðir að fjölskylda sem ver 300.000 kr. á ári til eldsneytiskaupa og á “meðalbíl” okkar Íslendinga, rúmlega 10 ára gamlan fólksbíl, getur sparað sér allt að 120.000 kr. ári og hátt í hálfa milljón á fjórum árum með því að fá sér sparneytnari bíl, sem auk þess er í ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Jón Trausti. „Þá er mikilvægt fyrir okkur öll að umferðaröryggi eykst verulega með endurnýjun bílaflotans. Langflestir nýir bílar eru til að mynda búnir stöðugleikastýringu og hinum ýmsa öryggisbúnaði sem var aukabúnaður fyrir áratug síðan. Við teljum að endurnýjun bílaflotans í öruggari bíla sé samfélaginu gríðarlega mikilvægur þáttur“ segir Jón Trausti. Bílgreinasambandið spáir því að um 15% söluaukning verði á nýjum bílum á árinu 2014. Það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem von um aukin stöðugleika í gjaldmiðlunum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og betri efnahagshorfa almennt. Framundan eru aukin umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna framkvæmda í tengslum við ferðaþjónustu, auknum ferðamannastraumi til landsins, sterkri stöðu sjávarútvegs og því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir til handa heimilum landsins sem draga úr óvissu, og biðstöðu sem uppi hefur verið síðastliðin ár. Þá sé endureikning bílalána að mestu lokið og óvissu í kringum útreikninga þeirra hafi að mörgu leyti verið eytt. Á árinu 2013 voru bílaleigur kaupendur að um 40% þeirra fólksbíla sem skráðir voru. Bílgreinasambandið hefur áður lýst yfir stuðning sínum við bílaleigugeirann og fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að koma til móts við bílaleigur með eftirgjöf vörugjalda, mikilvægt sé að stuðlað sé að heilbrigðri endurnýjun bílaleiguflotans, sem skilar sér svo í endursölu á markaði í notuðum bílum síðar. Meðalaldur fólksbíla á Íslandi er hár í samanburði við þau lönd er við berum okkur helst saman við, og hefur hækkað hratt undanfarin ár. Einnig má sjá hverning Co2 losun fólskbíla hefur dregist saman á sama tímabili. Á tíu ára tímabili hefur eldsneytiseyðsla nýskráðra bíla hér á landi lækkað um 40%. Árið 2003 var meðalbíllinn að eyða um 9 lítrum á hundraðið, en í dag eyðir meðal nýskráður bíll að meðaltali um 5,3 lítrum á hundraðið.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent