Brooklyn Nets og Atlanta Hawks mættust í O2 höllinni í Lundúnum en þetta er í 13. skipti sem NBA-lið mætast í Bretlandi. Nets vann leikinn 127-110. Joe Johnson var öflugur í liði Brooklyn Nets og skoraði 29 stig.
Kevin Durant var magnaður fyrir Oklahoma City Thunder er liðið vann sigur á Houston Rockets, 104-92.
Durant skoraði 36 stig, tók 5 fráköst og átti 6 stoðsendingar í nótt. Terrence Jones var atkvæðamestur hjá Rockets með 16 stig.
Þá vann Indiana Pacers öruggan sigur á New York Knicks, 117-89. Lance Stephenson skoraði 28 stig fyrir Indiana Pacers. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði New York með 25 stig.
Úrslitin næturinnar:
Brooklyn Nets - Atlanta Hawks127-110
Houston Rockets – Oklahoma City Thunders92-104
Indiana Pacers - New York Knicks117-89