

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð jákvæður eftir tapið gegn Spánverjum enda lék íslenska liðið nokkuð vel og átti í fullu tré við heimsmeistarana nær allan leikinn.
Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu en það dugði ekki til.
Nýliðinn Gunnar Steinn Jónsson var hundsvekktur þegar blaðamaður Vísis hitti á hann eftir tapið gegn Spáni í kvöld.
Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson talaði eftir leikinn um dauðafærin sem fóru forgörðum í seinni hálfleiknum.
"Við erum að ná að komast fram úr þeim og missum það jafn óðan niður. Ég veit ekki hvað er málið. Hvort það tók svona mikla orku að komast yfir eða hvað," sagði skyttan unga Rúnar Kárason eftir tapið gegn Spáni.
Ásgeir Örn Hallgrímsson lét heldur betur til sín taka í leiknum gegn Spánverjum. Skoraði góð mörk og ekki hægt að kvarta yfir hans frammistöðu.
Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir.
"Eins og við var að búast var þetta erfitt. Við erum inn honum lengi og þetta var hörkuleikur. Við komumst í góða stöðu en áttum þá slæman kafla. Svo er hrikalega dýrt að vera manni færri. Þeir kunna að nýta sér það í botn," sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir tapið gegn Spáni.