What Car? velur Nissan Qashqai bíl ársins 2014 Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 08:45 Nissan Qashqai Bílavefurinn What Car? hefur valið Nissan Qashqai bíl ársins árið 2014 og er þetta í 37. skipti verðlaunin eru veitt. Aðalritstjóri What Car?, Chas Hallet, sagði af því tilefni: „Nýi Nissan Qashqai býr yfir miklum yfirburðum og fágun í þessum flokki bíla sem sífellt freista fleiri og fleiri kaupenda. Nissan Qashqai er hagstæður kostur þar sem rekstrarkostnaður er lágur, þægindin í fyrirrúmi auk þess að vera rúmgóður og öruggur. Verkfræðingar Nissan hafa pælt í hverju einasta smáatriði við hönnun bílsins sem skilar sér í heildstæðu og fáguðu útliti og geta starfsmenn Nissan verið stoltir af þessari viðurkenningu. Framkvæmdastjóri vélasviðs Nissan, Jim Wright, sagði: „Við erum himinlifandi með að What Car? skyldi velja nýja Qashqai bíl ársins 2014. Gríðarleg vinna hefur farið í útlit og hönnun bílsins og við erum uppfull eftirvæntingar eftir að búa til sniðmátin fyrir aðra kynslóð af þessum bíl. Í umsögn dómnefndar kemur fram að bíllinn vel útbúinn auk þess að vera rúmgóður og mjög þægilegur þar sem hverju smáatriði hefur greinilega verið gefinn mikill gaumur. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bílavefurinn What Car? hefur valið Nissan Qashqai bíl ársins árið 2014 og er þetta í 37. skipti verðlaunin eru veitt. Aðalritstjóri What Car?, Chas Hallet, sagði af því tilefni: „Nýi Nissan Qashqai býr yfir miklum yfirburðum og fágun í þessum flokki bíla sem sífellt freista fleiri og fleiri kaupenda. Nissan Qashqai er hagstæður kostur þar sem rekstrarkostnaður er lágur, þægindin í fyrirrúmi auk þess að vera rúmgóður og öruggur. Verkfræðingar Nissan hafa pælt í hverju einasta smáatriði við hönnun bílsins sem skilar sér í heildstæðu og fáguðu útliti og geta starfsmenn Nissan verið stoltir af þessari viðurkenningu. Framkvæmdastjóri vélasviðs Nissan, Jim Wright, sagði: „Við erum himinlifandi með að What Car? skyldi velja nýja Qashqai bíl ársins 2014. Gríðarleg vinna hefur farið í útlit og hönnun bílsins og við erum uppfull eftirvæntingar eftir að búa til sniðmátin fyrir aðra kynslóð af þessum bíl. Í umsögn dómnefndar kemur fram að bíllinn vel útbúinn auk þess að vera rúmgóður og mjög þægilegur þar sem hverju smáatriði hefur greinilega verið gefinn mikill gaumur.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira