Eftir fyrstu framlengingu var staðan aftur jöfn 111-111. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af annarri framlengingu var staðan 119-116 fyrir Bulls. Þá kom í hlut Glen Davis að jafna metin fyrir Orlando Magic þegar hann setti niður þriggja stiga skot.
Bulls voru sterkari í þriðju framlengingunni og unnu að lokum þriggja stiga sigur 128-125.
Joakim Noah var atkvæðamestur í liði Bulls með 26 stig en Victor Oladipo gerði 35 stig fyrir Orlando Magic.
Svipmyndir úr leiknum og fleiri leikjum næturinnar má sjá í myndbandi hér að neðan.
Meistararnir í Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í nótt þegar liðið sótti Washington Wizards heim. Leiknum leik með öruggum sigri heimamanna 114-97.
LA Lakers tapaði sínum sjötta leik í röð fyrir Phoenix Suns, 121-114. Gerald Green skoraði 28 stig fyrir Suns en hjá Lakers var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig.
Úrslitin næturinnar:
LA Clippers – Dallas Mavericks 129-127
Boston Celtics - Toronto Raptors 88-83
Milwaukee Bucks – Memphis Grizzlies 77-82
San Antonio Spurs – Utah Jazz 109-105
Portland Trail Blazers - Cleveland Cavaliers 108-96
Golden State Warriors – Denver Nuggets 116-123
Washington Wizzards - Miami Heat 114-97
Phoenix Suns - LA Lakers 121-114
Philadelphia 76ers – Charlotte Bobcats 95-92
Orlando Magic - Chicago Bulls 125-128
New Orleans Pelicans - Houston Rockets 100-103
Minnesota Timberwolves – Sacramento Kings 108-111