Audi ratar á grænu ljósin Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 12:30 Prófunarbíllinn - Audi A6 Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent