Uppskrift að hollu snarli Ellý Ármanns skrifar 13. janúar 2014 15:15 Myndir/Gudbjartur Ísak Ásgeirsson og Rósa „Nei, ég strengdi ekki nein heit nú frekar en áður um áramót önnur en þau að horfa björtum augum fram á við og gera mitt besta í því sem ég tekst á hendur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru spurð út í áramótaheitin þegar hún gefur okkur æðislega uppskrift að hollu nasli. Þegar talið berst að hreyfingu segir Rósa: „Það vill nú svo til að nú ákvað ég að byrja árið svolítið hressilega í þeim efnum og var að byrja á námskeiði hjá Siggu í Hress. Það er tíu daga „stutt og stíft“ þar sem tekið er duglega á því og markmiðið að koma fólki vel í gang og það er góð tilfinning í upphafi nýs árs. Þetta eru frábær námskeið sem auka manni orku, styrk og vellíðan. Svo er að sjá hvað tekur við í þessum efnum. Ég heimsæki líkamsræktarstöðvar í skorpum en reyni þó að hreyfa mig alltaf eitthvað, til dæmis með göngutúrum og hjóla mikið þegar veður leyfir. Síðan stefni ég nú alltaf á að fara á fullt í golfið. Það kemur að því.“ „Ég huga mjög vel að því að borða og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Sjálf elda ég úr sem ferskustu hráefni hverju sinni og vil vita hvað er í fæðunni sem ég neyti og gef fjölskyldunni. Það er sífelld áskorun að búa til gómsæta og heilsusamlega rétti sem fjölskyldunni allri líkar. En auðvitað fellur maður í ýmsar aðrar freistingar, kannski minna hollar. Það er bara í góðu lagi en reyni að miða við að um 80% af mataræðinu sé heilnæm og holl fæða – því aðalatriði er að fá góða undirstöðu og leyfa sér að borða ýmislegt annað sem freistar hverju sinni. Í mínum huga er mikilvægt að njóta matarins með góðri samvisku.“Áttu holla uppskrift að hollum rétt fyrir lesendur Lífsins? „Ég er alltaf með hnetur, fræ og jafnvel þurrkaða ávexti í skál sem gott er að narta í þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig. Afar hollt og seðjandi snarl. Oftast rista ég þetta og krydda á fjölbreyttan máta og er alltaf að prófa nýjar leiðir í þeim efnum. Mér finnst því alveg tilvalið að gefa uppskrift að slíku Hollustusnarli.“Ristaðar hnetur og fræ3 dl hnetur og fræ að eigin vali, t.d. kasjú,- og pistasíuhnetur, sólblóma- og graskersfræ1 tsk. sjávarsalt1 tsk. túrmerik½ tsk. paprikuduft½ tsk. chillípipar2 tsk. hlyn- eða agavesíróp1 eggjahvíta Hitið ofninn í 150 gráður.Aðferð: Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír.Bakið í um 20 mínútur. Látið kólna og njótið. Heilsa Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Nei, ég strengdi ekki nein heit nú frekar en áður um áramót önnur en þau að horfa björtum augum fram á við og gera mitt besta í því sem ég tekst á hendur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru spurð út í áramótaheitin þegar hún gefur okkur æðislega uppskrift að hollu nasli. Þegar talið berst að hreyfingu segir Rósa: „Það vill nú svo til að nú ákvað ég að byrja árið svolítið hressilega í þeim efnum og var að byrja á námskeiði hjá Siggu í Hress. Það er tíu daga „stutt og stíft“ þar sem tekið er duglega á því og markmiðið að koma fólki vel í gang og það er góð tilfinning í upphafi nýs árs. Þetta eru frábær námskeið sem auka manni orku, styrk og vellíðan. Svo er að sjá hvað tekur við í þessum efnum. Ég heimsæki líkamsræktarstöðvar í skorpum en reyni þó að hreyfa mig alltaf eitthvað, til dæmis með göngutúrum og hjóla mikið þegar veður leyfir. Síðan stefni ég nú alltaf á að fara á fullt í golfið. Það kemur að því.“ „Ég huga mjög vel að því að borða og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Sjálf elda ég úr sem ferskustu hráefni hverju sinni og vil vita hvað er í fæðunni sem ég neyti og gef fjölskyldunni. Það er sífelld áskorun að búa til gómsæta og heilsusamlega rétti sem fjölskyldunni allri líkar. En auðvitað fellur maður í ýmsar aðrar freistingar, kannski minna hollar. Það er bara í góðu lagi en reyni að miða við að um 80% af mataræðinu sé heilnæm og holl fæða – því aðalatriði er að fá góða undirstöðu og leyfa sér að borða ýmislegt annað sem freistar hverju sinni. Í mínum huga er mikilvægt að njóta matarins með góðri samvisku.“Áttu holla uppskrift að hollum rétt fyrir lesendur Lífsins? „Ég er alltaf með hnetur, fræ og jafnvel þurrkaða ávexti í skál sem gott er að narta í þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig. Afar hollt og seðjandi snarl. Oftast rista ég þetta og krydda á fjölbreyttan máta og er alltaf að prófa nýjar leiðir í þeim efnum. Mér finnst því alveg tilvalið að gefa uppskrift að slíku Hollustusnarli.“Ristaðar hnetur og fræ3 dl hnetur og fræ að eigin vali, t.d. kasjú,- og pistasíuhnetur, sólblóma- og graskersfræ1 tsk. sjávarsalt1 tsk. túrmerik½ tsk. paprikuduft½ tsk. chillípipar2 tsk. hlyn- eða agavesíróp1 eggjahvíta Hitið ofninn í 150 gráður.Aðferð: Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír.Bakið í um 20 mínútur. Látið kólna og njótið.
Heilsa Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira