Ford F-150 í 320 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2014 10:35 Þrettánda kynslóð Ford F-150 Autoblog Mikilvægasti framleiðslubíll Ford og sá sem seldist í lang flestum eintökum í heimalandinu er pallbíllinn Ford F-150. Næsta kynslóð bílsins, sú þrettánda, verður hvorki meira né minna en 320 kílóum léttari en núverandi kynslóð bílsins. Bíllinn er allur hannaður uppá nýtt og er að mest smíðaður úr áli. Notkun áls skýrir út 70% af því sem bíllinn léttist um en 8,5% með aukinni notkun hástyrktarstáls og restin með ýmsum öðrum tækninýjungum. Með svo léttum bíl nú ætlar Ford að nota tækifærið og minnka vélar bílsins og meðal annars mun fást 2,7 lítra EcoBoost vél og stóra 6,2 lítra átta strokka vélin mun ekki lengur verða í boði. Í stað hennar kemur 3,5 lítra sex strokka EcoBoost vél. Áfram ætlar Ford þó að bjóða 5,0 lítra átta strokka vélina í bílnum. Nýr Ford F-150 verður í boði með LED ljósum að framan og aftan og myndavélar utan á bílnum gefa ökumanni 360 gráðu yfirsýn umhverfis bílinn. Þrettánda kynslóð F-150 kemur á markað á fjórða ársfjórðungi þessa árs í 5 útfærslum, grunngerðinni XL, XLT, Lariat, King Ranch og Platinum. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent
Mikilvægasti framleiðslubíll Ford og sá sem seldist í lang flestum eintökum í heimalandinu er pallbíllinn Ford F-150. Næsta kynslóð bílsins, sú þrettánda, verður hvorki meira né minna en 320 kílóum léttari en núverandi kynslóð bílsins. Bíllinn er allur hannaður uppá nýtt og er að mest smíðaður úr áli. Notkun áls skýrir út 70% af því sem bíllinn léttist um en 8,5% með aukinni notkun hástyrktarstáls og restin með ýmsum öðrum tækninýjungum. Með svo léttum bíl nú ætlar Ford að nota tækifærið og minnka vélar bílsins og meðal annars mun fást 2,7 lítra EcoBoost vél og stóra 6,2 lítra átta strokka vélin mun ekki lengur verða í boði. Í stað hennar kemur 3,5 lítra sex strokka EcoBoost vél. Áfram ætlar Ford þó að bjóða 5,0 lítra átta strokka vélina í bílnum. Nýr Ford F-150 verður í boði með LED ljósum að framan og aftan og myndavélar utan á bílnum gefa ökumanni 360 gráðu yfirsýn umhverfis bílinn. Þrettánda kynslóð F-150 kemur á markað á fjórða ársfjórðungi þessa árs í 5 útfærslum, grunngerðinni XL, XLT, Lariat, King Ranch og Platinum.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent