Bilun í brunaúðarakerfi á Beverly Hilton hótelinu hefur sett strik í reikninginn fyrir Golden Globe verðlaunahátíðina sem haldin er í kvöld.
Vatn flæddi yfir þriðjung rauða dregilinn fræga þar sem ljósmyndarar taka myndir af helstu kvikmyndastjörnum heims.
Netmiðillinn ET segir frá því að vatn hafi lekið niður af svölunum á hótelinu en mikið gekk á þegar hreinsunarteymi reyndi að takmarka skaðann sem hlaust af lekanum.
Í yfirlýsingu frá Beverly Hilton hótelinu og forsvarsmönnum hátíðarinnar segir að þetta muni ekki hafa áhrif á hátíðina og að rauði dregillinn muni opna á tilsettum tíma.
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Golden Globe hátíðinni á Stöð 3 en útsending hefst klukkan 01:00 í nótt.
