Smith tryggði Pistons sigur á síðustu stundu | Nowitzki og Durant fóru á kostum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. janúar 2014 11:00 Smith tryggði sigurinn. mynd:nordic photos/ap Níu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas Mavericks og Kevin Durant 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder en það var Josh Smith sem stal senunni þegar hann tryggði Detroit Pistons sigur á Phoenix Suns rúmri sekúndu fyrir leikslok. Smith skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en karfa hans af spjaldinu þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Pistons tveggja stiga sigur 110-108. Karfan góða ber hæst í tilþrifum næturinnar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Greg Monroe skoraði 20 stig fyrir Pistons og Will Bynum 16. Channing Frye skoraði 21 stig fyrir Suns og P.J. Tucker og Marcus Morris 17 stig hvor. Toronto Raptors batt enda á fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets þegar Raptors lagði þreytta leikmenn Nets 96-80 í Kanada. Nets lagði meistara Miami Heat í tvíframlengdum leik í gær og skorti úthald í leiknum í nótt en Raptors gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta.DeMar DeRozan fór fyrir Raptors með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Terrence Ross og Patrick Patterson skoruðu 14 stig en Patterson tók einnig 12 fráköst. Paul Pierce komst næst því að vera með lífsmarki hjá Nets en hann skoraði 15 stig.Kevin Durant fór að vanda fyrir Oklahoma City Thunder sem batt enda á tveggja leikja taphrinu. Thunder lagði Milwaukee Bucks 101-85 á heimavelli sínu þar sem Durant skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.Serge Ibaka skoraði 17 stig fyrir Thunder auk þess að taka 17 fráköst. Jeremy Lamb skoraði 17 stig af bekknum. Varamennirnir Luke Ridnour og O.J. Mayo skoruðu mest fyrir Bucks, 16 stig hvor.Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks marði New Orleans Pelicans 110-107 í Dallas. Nowitzki skoraði 40 stig, Monta Ellis 26 og Jose Calderon 17.Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Pelicans og Eric Gordon 20.Úrslit næturinnar:Toronto Raptors – Brooklyn Nets 96-80Washington Wizards – Houston Rockets 107-114Detroit Pistons – Phoenix Suns 110-108Philadelphia 76ers – New York Knicks 92-102Chicago Bulls – Charlotte Bobcats 103-97Oklahoma City Thunder – Milwaukee Bucks 101-85Dallas Mavericks – New Orleans Pelicans 110-107Denver Nuggets – Orlando Magic 120-94Portland Trail Blazers – Boston Celtics 112-104 NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Níu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas Mavericks og Kevin Durant 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder en það var Josh Smith sem stal senunni þegar hann tryggði Detroit Pistons sigur á Phoenix Suns rúmri sekúndu fyrir leikslok. Smith skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en karfa hans af spjaldinu þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Pistons tveggja stiga sigur 110-108. Karfan góða ber hæst í tilþrifum næturinnar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Greg Monroe skoraði 20 stig fyrir Pistons og Will Bynum 16. Channing Frye skoraði 21 stig fyrir Suns og P.J. Tucker og Marcus Morris 17 stig hvor. Toronto Raptors batt enda á fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets þegar Raptors lagði þreytta leikmenn Nets 96-80 í Kanada. Nets lagði meistara Miami Heat í tvíframlengdum leik í gær og skorti úthald í leiknum í nótt en Raptors gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta.DeMar DeRozan fór fyrir Raptors með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Terrence Ross og Patrick Patterson skoruðu 14 stig en Patterson tók einnig 12 fráköst. Paul Pierce komst næst því að vera með lífsmarki hjá Nets en hann skoraði 15 stig.Kevin Durant fór að vanda fyrir Oklahoma City Thunder sem batt enda á tveggja leikja taphrinu. Thunder lagði Milwaukee Bucks 101-85 á heimavelli sínu þar sem Durant skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.Serge Ibaka skoraði 17 stig fyrir Thunder auk þess að taka 17 fráköst. Jeremy Lamb skoraði 17 stig af bekknum. Varamennirnir Luke Ridnour og O.J. Mayo skoruðu mest fyrir Bucks, 16 stig hvor.Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks marði New Orleans Pelicans 110-107 í Dallas. Nowitzki skoraði 40 stig, Monta Ellis 26 og Jose Calderon 17.Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Pelicans og Eric Gordon 20.Úrslit næturinnar:Toronto Raptors – Brooklyn Nets 96-80Washington Wizards – Houston Rockets 107-114Detroit Pistons – Phoenix Suns 110-108Philadelphia 76ers – New York Knicks 92-102Chicago Bulls – Charlotte Bobcats 103-97Oklahoma City Thunder – Milwaukee Bucks 101-85Dallas Mavericks – New Orleans Pelicans 110-107Denver Nuggets – Orlando Magic 120-94Portland Trail Blazers – Boston Celtics 112-104
NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira