Innlent

Fjórir slösuðust á Jökulsárbrú

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar bauð fram aðstoð sína.
Þyrla Landhelgisgæslunnar bauð fram aðstoð sína. mynd/landhelgisgæslan
Fjórir voru fluttir á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir fólksbílar skullu saman á Jökulsárbrú á Sólheimasandi klukkan 19 í kvöld.

Þyrlan tók á móti þeim slösuðu við Skóga en þangað höfðu þeir verið fluttir með sjúkrabíl. Þyrlan hafði verið í æfingaflugi skammt frá Skógum þegar tilkynningin barst.

Ekki er vitað hvort um alvarleg meiðsli er að ræða, en að sögn varðstjóra lögreglunnar í Vík er mikil hálka á Suðurlandsvegi og full ástæða til að vara vegfarendur við slæmri færð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×