Ólafur Andrés Guðmundsson verður svokallaði sautjándi maðurinn í íslenska landsliðinu en Aron Kristjánsson tilkynnti sextán manna lokahóp sinn fyrir EM í dag.
Ísland mætir Noregi í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta klukkan 15.00 á morgun. Ákveðið var að halda utan með sautján manna leikmannahóp vegna meiðsla nokkurra lykilmanna í aðdraganda mótsins.
Allir leikmenn eru þó klárir í slaginn og verður Ólafur því í stúkunni fyrst um sinn. Hverju liði er þó heimilt að gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum á meðan mótinu stendur og verður því Ólafur innan seilingar ef nauðsyn krefur.
Leik Íslands og Noregs verður lýst beint hér á Vísi sem og á Bylgjunni.
Ólafur utan hóps á morgun
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti

Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti




„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti


Fleiri fréttir
