Ríkissaksóknari vill svör frá innanríkisráðuneytinu Jóhannes Stefánsson skrifar 11. janúar 2014 16:45 Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna málsins. mynd/Stefán Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna. Lekamálið Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna.
Lekamálið Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira