Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2014 20:48 Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag. Lekamálið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag.
Lekamálið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira