Eigandi NASCAR liðs með lið í Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2014 10:45 NASCAR keppni í Bandaríkjunum. Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira