Danir mæta Króötum í undanúrslitum á Evrópumóti karla í handknattleik. Þetta varð ljóst eftir sigur Króata á Pólverjum í milliriðli 2 í kvöld.
Um hreinan úrslitaleik þjóðanna var að ræða um það hvort liðið næði öðru sætinu í riðlinum og þar með sæti í undanúrslitum.
Pólverjar leiddu 15-14 í hálfleik gegn Króötum sem sýndu styrk sinn í síðari hálfleik. Þeir sigu fram úr og unnu að lokum þriggja marka sigur 31-28.
Það verða því Spánverjar og Frakkar sem mætast annars vegar og Danir og Króatar hins vegar í undanúrslitunum á föstudaginn. Fyrsti leikur dagsins verður þó viðureign Íslendinga og Pólverja um fimmta sætið klukkan 15. Ekkert er í húfi í leiknum nema heiðurinn.
Króatar í undanúrslit | Ísland mætir Póllandi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
