Rex Ryan ráðleggur bróður sínum að fara í klippingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2014 23:30 Rob Ryan og Rex Ryan eru hér með föður sínum Buddy Ryan. Vísir/NordicPhotos/Getty Rob Ryan er einn af þekktari andlitunum í ameríska fótboltanum þrátt fyrir að hann sé ekki aðalþjálfari síns liðs. Þessi litríki og hármikli maður er eftirsóttur sem varnarþjálfari en enginn virðist vilja fá hann til að stýra liði í NFL-deildinni. Tvíburabróðir Rob Ryan, Rex, er með sína skoðun á því af hverju bróður hans fær ekki aðalþjálfarastöðu í NFL-deildinni. Hann er á því eins og fleiri að frábært starf bróður hans sem varnarþjálfari ætti að vera búið að opna dyrnar fyrir Rob Ryan fyrir löngu. Tvíburabróðir Rob Ryan, Rex Ryan, er aðalþjálfari New York Jets, og á að baki sex tímabil sem aðalþjálfari í NFL-deildinni en þar á undan var hann varnarþjálfari í ellefu tímabil. Rob Ryan hefur verið yfirvarnarþjálfari hjá fjórum félögum frá árinu 2004 (Oakland Raiders, Cleveland Browns, Dallas Cowboys og New Orleans Saints) en hefur enn ekki fengið tækifæri til að gerast aðalþjálfari. Rob Ryan og Rex Ryan eru tvíburar og mjög líkir en það er eitt sem gerir það að verkum að þeir þekkjast alltaf vel í sundur (fyrir utan skeggið) og það er einmitt það sem Rex Ryan telur að hindri að bróður hans fái aðalþjálfarastöðu. Rob Ryan er nefnilega með mikið og sítt hár en Rex Ryan er jafnan með mjög stutt hár. „Segið mér hvaða önnur ástæða getur verið fyrir því að hann fær ekki aðalþjálfarastöðu?," spurði Rex Ryan á blaðamannafundi. „Ég er búinn að reyna að fá hann til að fara í klippingu. Vonandi hvetur þetta hann til þess að fórna hárinu," sagði Rex Ryan en Rob Ryan fékk ekkert af þeim fjölmörgu störfum sem losnuðu í NFL-deildinni eftir tímabilið.Vísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira
Rob Ryan er einn af þekktari andlitunum í ameríska fótboltanum þrátt fyrir að hann sé ekki aðalþjálfari síns liðs. Þessi litríki og hármikli maður er eftirsóttur sem varnarþjálfari en enginn virðist vilja fá hann til að stýra liði í NFL-deildinni. Tvíburabróðir Rob Ryan, Rex, er með sína skoðun á því af hverju bróður hans fær ekki aðalþjálfarastöðu í NFL-deildinni. Hann er á því eins og fleiri að frábært starf bróður hans sem varnarþjálfari ætti að vera búið að opna dyrnar fyrir Rob Ryan fyrir löngu. Tvíburabróðir Rob Ryan, Rex Ryan, er aðalþjálfari New York Jets, og á að baki sex tímabil sem aðalþjálfari í NFL-deildinni en þar á undan var hann varnarþjálfari í ellefu tímabil. Rob Ryan hefur verið yfirvarnarþjálfari hjá fjórum félögum frá árinu 2004 (Oakland Raiders, Cleveland Browns, Dallas Cowboys og New Orleans Saints) en hefur enn ekki fengið tækifæri til að gerast aðalþjálfari. Rob Ryan og Rex Ryan eru tvíburar og mjög líkir en það er eitt sem gerir það að verkum að þeir þekkjast alltaf vel í sundur (fyrir utan skeggið) og það er einmitt það sem Rex Ryan telur að hindri að bróður hans fái aðalþjálfarastöðu. Rob Ryan er nefnilega með mikið og sítt hár en Rex Ryan er jafnan með mjög stutt hár. „Segið mér hvaða önnur ástæða getur verið fyrir því að hann fær ekki aðalþjálfarastöðu?," spurði Rex Ryan á blaðamannafundi. „Ég er búinn að reyna að fá hann til að fara í klippingu. Vonandi hvetur þetta hann til þess að fórna hárinu," sagði Rex Ryan en Rob Ryan fékk ekkert af þeim fjölmörgu störfum sem losnuðu í NFL-deildinni eftir tímabilið.Vísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira