Sigurvegari Dakar er í raun ekki Mini Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 00:01 Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent
Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent