Seldi fornbíla fyrir 29 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2014 14:21 Uppboðshaldarinn Barrett-Jackson hefur nýlokið við að bjóða upp margan fríðan fornbílinn í Arizona og punguðu kaupendur þeirra út heilum 29,1 milljarði króna í þá. Sá dýrasti, sem hér sést á mynd, var 1958 árgerðin af Ferrari 250 GT California Long sem fór á 1.030 milljónir króna. Þetta verð gerir nýja ofurbíla að kjarakaupum í samanburði. Meðalverð bílanna sem boðnir voru upp var 12,5 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson hafa verið haldin í 39 ár og standa þau í 8 daga, en bílarnir eru aðeins til sýnis fyrstu tvo dagana og uppboðið sjálft tekur svo 6 daga. Á síðustu árum hefur uppboðið og sýning bílanna dregið að um 200.000 manns hverju sinni. Á uppboðinu var einnig boðinn upp fyrsti bíllinn af Ford Mustang gerð árgerð 2015 og rann afrakstur þess til góðgerðarmála. Myndskeið frá uppboðinu er hér að ofan. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent
Uppboðshaldarinn Barrett-Jackson hefur nýlokið við að bjóða upp margan fríðan fornbílinn í Arizona og punguðu kaupendur þeirra út heilum 29,1 milljarði króna í þá. Sá dýrasti, sem hér sést á mynd, var 1958 árgerðin af Ferrari 250 GT California Long sem fór á 1.030 milljónir króna. Þetta verð gerir nýja ofurbíla að kjarakaupum í samanburði. Meðalverð bílanna sem boðnir voru upp var 12,5 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson hafa verið haldin í 39 ár og standa þau í 8 daga, en bílarnir eru aðeins til sýnis fyrstu tvo dagana og uppboðið sjálft tekur svo 6 daga. Á síðustu árum hefur uppboðið og sýning bílanna dregið að um 200.000 manns hverju sinni. Á uppboðinu var einnig boðinn upp fyrsti bíllinn af Ford Mustang gerð árgerð 2015 og rann afrakstur þess til góðgerðarmála. Myndskeið frá uppboðinu er hér að ofan.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent