Jeremy Clarkson móðgar samkynhneigða Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 12:45 Myndin sem birtist á Twitter. Fáir hafa náð að móðga heilu þjóðirnar og þjóðfélagshópana eins mikið og breski Top Gear þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson. Vart er hægt að finna þann hóp sem ekki hefur fengið gusuna frá hinum húmoríska þáttastjórnanda, en nú bættist líklega einn hópurinn við, samkynhneigðir. Jeremy setti færslu á Twitter með mynd sem sýnir einhvern halda á skilti með orðinu „Gay“ ásamt pílu sem þó fer á milli mála hvort beinist að James May, meðþáttastjórnanda hans, eða honum sjálfur. Undir orðinu "Gay" er reyndar annað orð sem ekki telst prenthæft, er fjögurra stafa, byrjar á c og endar á t, eða C**t. Myndin var tekin um borð í flugvél og allt var nú þetta góðlátlegt grín, en það finnst ekki öllum. Hann hefur nú þegar beðist afsökunar á að hafa sett myndina á Twitter og er það langt í frá í fyrsta skipti sem hann hefur neyðst til að biðjast afsökunar á ummælum sínum eða gjörðum sem beinst hafa af ákveðnum þjóðfélagshópum. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent
Fáir hafa náð að móðga heilu þjóðirnar og þjóðfélagshópana eins mikið og breski Top Gear þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson. Vart er hægt að finna þann hóp sem ekki hefur fengið gusuna frá hinum húmoríska þáttastjórnanda, en nú bættist líklega einn hópurinn við, samkynhneigðir. Jeremy setti færslu á Twitter með mynd sem sýnir einhvern halda á skilti með orðinu „Gay“ ásamt pílu sem þó fer á milli mála hvort beinist að James May, meðþáttastjórnanda hans, eða honum sjálfur. Undir orðinu "Gay" er reyndar annað orð sem ekki telst prenthæft, er fjögurra stafa, byrjar á c og endar á t, eða C**t. Myndin var tekin um borð í flugvél og allt var nú þetta góðlátlegt grín, en það finnst ekki öllum. Hann hefur nú þegar beðist afsökunar á að hafa sett myndina á Twitter og er það langt í frá í fyrsta skipti sem hann hefur neyðst til að biðjast afsökunar á ummælum sínum eða gjörðum sem beinst hafa af ákveðnum þjóðfélagshópum.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent