Góður ársfjórðungur Peugeot-Citroën Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 09:54 Peugeot 2008 selst vel í Kína. Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent